Innlent

Frysting launa atlaga að háskólamenntuðu starfsfólki

Sigríður Mogensen skrifar
Guðlaug Kristjánsdóttir
Guðlaug Kristjánsdóttir

Formaður Bandalags háskólamanna segir að tillaga félagsmálaráðherra um frystingu á launum starfsmanna ríkisins til ársins 2013 sé atlaga að háskólamenntuðu starfsfólki á opinberum vinnumarkaði.

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir enga innistæðu vera fyrir kauphækkunum hjá hinu opinbera til ársloka 2013. Hann telur nauðsynlegt að gerð verði þjóðarsátt um að frysta laun.

Það sama á við um verðbætur á lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega og aðrar afkomutengdar greiðslur sem ríkið greiðir, svo sem innan búvörusamninga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein ráðherrans í Fréttablaðinu í dag.

Hann segir að kauphækkanir opinberra starfsmanna við núverandi aðstæður kalli einfaldlega á fækkun starfa. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags Háskólamanna segir tillögu ráðherrans óviðunandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×