Innlent

Veðjað á að forsetinn skrifi undir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Meiri líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, staðfesti Icesave lögin en að hann synji þeim staðfestingar. Þetta er í það minnsta niðurstaða Betsson veðbankans. Þar geta menn veðjað á það hvort forsetinn muni skrifa undir Icesave lögin eða ekki. Stuðullinn er 1,55 á móti 2,45.

Forsetinn hefur ekkert gefið upp um það hvort hann staðfestir lögin eða ekki. Hátt í sextíu þúsund manns hafa skorað á forsetann að beita synjunarvaldi sínu og hátt í 1000 manns mættu Bessastaði í morgun til að sýna samhug í verki þegar InDefence hópurinn afhenti forsetanum undirskriftirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×