Innlent

Slys í Ísafjarðardjúpi: Bíllinn stórskemmdist

Eins og sést á þessari mynd er bíllinn mikið skemmdur og hafnaði ökumannshúsið átta metra frá klettinum.
Eins og sést á þessari mynd er bíllinn mikið skemmdur og hafnaði ökumannshúsið átta metra frá klettinum. Mynd/Elísabet Sóldís

Ökumaður dráttarbílsins sem hafnaði utan vegar við innanvert Ísafjarðardjúp seint í gærkvöldi slapp tiltölulega lítið meiddur úr slysinu.

Dráttarbíllinn sem var með tengivagni skall utan í klett og stórskemmdist, auk þess sem hlið dráttarvagsins rifnaði upp. Bíllinn hafnaði á kletti við vegginn um Hlaðsvík, sem er rétt fyrir utan Laugardal.

Á vef bb.is segir að framhjól bílsins hafi rifnað undan og ökumannshúsið þeyttist af með ökumanninum í og hafnaði átta metra frá flakinu. Engin hálka var á svæðinu og er slysið í rannsókn.

Ökumaðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Hólmavík og þaðan sendur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Þar hefur hann verið í rannsóknum í allan dag í frekari rannsóknum.

Hægt er að sjá myndir af bílflakinu í myndaalbúmi hér fyrir neðan.

Mynd/Elísabet Sóldís
Mynd/Elísabet Sóldís
Mynd/Hafþór Gunnarsson
Mynd/Hafþór Gunnarsson
Mynd/Hafþór Gunnarsson
Mynd/Hafþór Gunnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×