Erlent

Samkomulag um fækkun kjarnorkuvopna

Óli Tynes skrifar

Þetta er sögulegt samkomulag og það fyrsta sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa gert í afvopnunarmálum í heilan mannsaldur.

Barack Obama forseti og Dmitry Medvedev gengu frá þessu samkomulagi símleiðis, en búist er við að það verði formlega undirritað á fundi í Prag áttunda apríl næstkomandi.

Samkomulagið hefur ekki verið kynnt í smáatriðum en talið er að samvæmt því muni hvor þjóð halda eftir um 1500 kjarnorkusprengjum.

Fjöldi langdrægra eldflauga og sprengjuflugvéla verður einnig takmarkaður.

Gert er ráð fyrir því að þjóðirnar tvær og jafnvel fleiri aðildar geti fylgst með því að hvor um sig geti fylgst með því að hin haldi samkomulagið.

Það þýðir að bandarískir sérfræðingar geta fylgst með eyðingu kjarnorkuvopna í Rússlandi og rússneskir sérfræðingar gert slíkt hið sama í Bandaríkjunum.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×