Upplýsingum haldið frá stjórn í rúmt ár 15. maí 2010 08:30 Sigurður Einarsson Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. Steingrímur sætir nú farbanni líkt og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær og var úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Hreiðar Már Sigurðsson, áður forstjóri bankans, og Ingólfur Helgason, áður forstjóri á Íslandi, sitja í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur staðfesti í gær varðhald yfir Ingólfi samhljóða. Deildir svokallaðra eigin viðskipta voru starfandi í stóru bönkunum á Íslandi. Þær voru aðskildar frá öðrum deildum og sáu um að kaupa ýmis hlutabréf í nafni bankanna sjálfra í hagnaðarskyni. Fram hefur komið að sérstakur saksóknari rannsakar nú stórfelld uppkaup eigin viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum sjálfum, sem síðan hafi verið seld vildarvinum bankans gegn láni frá honum. Viðskiptin eru talin hafa verið gerð í þeim tilgangi að halda uppi verði hlutabréfa bankans og hafi valdið bankanum gríðarlegu fjártjóni. Fram kemur í gögnum frá sérstökum saksóknara, sem Fréttablaðið hefur séð, að áhættustýring bankans hafi á miðju ári 2007 hætt að tilgreina viðskipti með eigin hlutabréf í mánaðarlegum skýrslum til stjórnar bankans. Þannig hafi hlutabréfaeigninni, og tjóni bankans vegna þeirra viðskipta, verið leynt fyrir stjórninni. Þar segir jafnframt að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Hreiðar Már, Ingólfur og Steingrímur hafi á tímabilinu 11. ágúst 2008 til 3. október 2008, sem var síðasti dagur viðskipta með bréf í bankanum, fengið sendan tölvupóst daglega með ítarlegum upplýsingum um kaup eigin viðskipta á bréfum í bankanum. Á þessum síðustu vikum fyrir hrun náðu þau viðskipti hámarki. Þetta setur sérstakur saksóknari í samhengi við hlutabréfaeign starfsmannanna í bankanum. Allir áttu þeir hluti í bankanum, Sigurður fyrir um 8 milljarða, Hreiðar um 7 milljarða, Ingólfur um 3,7 milljarða og Steingrímur um einn og hálfan milljarð. Kaup þeirra voru að verulegu leyti fjármögnuð með lánum frá bankanum. Sérstakur saksóknari telur að með þessu hafi stjórnendur gerst sekir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. stigur@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar Már Sigurðsson Ingólfur Helgason Steingrímur P. Kárason Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. Steingrímur sætir nú farbanni líkt og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær og var úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Hreiðar Már Sigurðsson, áður forstjóri bankans, og Ingólfur Helgason, áður forstjóri á Íslandi, sitja í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur staðfesti í gær varðhald yfir Ingólfi samhljóða. Deildir svokallaðra eigin viðskipta voru starfandi í stóru bönkunum á Íslandi. Þær voru aðskildar frá öðrum deildum og sáu um að kaupa ýmis hlutabréf í nafni bankanna sjálfra í hagnaðarskyni. Fram hefur komið að sérstakur saksóknari rannsakar nú stórfelld uppkaup eigin viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum sjálfum, sem síðan hafi verið seld vildarvinum bankans gegn láni frá honum. Viðskiptin eru talin hafa verið gerð í þeim tilgangi að halda uppi verði hlutabréfa bankans og hafi valdið bankanum gríðarlegu fjártjóni. Fram kemur í gögnum frá sérstökum saksóknara, sem Fréttablaðið hefur séð, að áhættustýring bankans hafi á miðju ári 2007 hætt að tilgreina viðskipti með eigin hlutabréf í mánaðarlegum skýrslum til stjórnar bankans. Þannig hafi hlutabréfaeigninni, og tjóni bankans vegna þeirra viðskipta, verið leynt fyrir stjórninni. Þar segir jafnframt að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Hreiðar Már, Ingólfur og Steingrímur hafi á tímabilinu 11. ágúst 2008 til 3. október 2008, sem var síðasti dagur viðskipta með bréf í bankanum, fengið sendan tölvupóst daglega með ítarlegum upplýsingum um kaup eigin viðskipta á bréfum í bankanum. Á þessum síðustu vikum fyrir hrun náðu þau viðskipti hámarki. Þetta setur sérstakur saksóknari í samhengi við hlutabréfaeign starfsmannanna í bankanum. Allir áttu þeir hluti í bankanum, Sigurður fyrir um 8 milljarða, Hreiðar um 7 milljarða, Ingólfur um 3,7 milljarða og Steingrímur um einn og hálfan milljarð. Kaup þeirra voru að verulegu leyti fjármögnuð með lánum frá bankanum. Sérstakur saksóknari telur að með þessu hafi stjórnendur gerst sekir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. stigur@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar Már Sigurðsson Ingólfur Helgason Steingrímur P. Kárason
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira