Fótbolti

Hiddink ekki tilbúinn að hætta þjálfun alveg strax

Ómar Þorgeirsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic photos/AFP

Uppi hefur verið sterkur orðrómur um að knattspyrnuþjálfarinn hollenski Guus Hiddink, sem verður 64 ára gamall á þessu ári, muni vera að íhuga að hætta afskiptum sínum af fótbolta eftir að honum mistókst að stýra Rússum á lokakeppni HM næsta sumar.

Samkvæmt heimildum hollenska dagblaðsins De Telegraaf mun það þó alls ekki vera raunin.

Hiddink hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá bæði Liverpool og Juventus en De Telegraaf vill meina að hann vilji frekar taka við landsliði og bæði Tyrkland og Kína búinn að setja sig í samband við þjálfarann en samningur hans við rússneska knattspyrnusambandið rennur út í sumar.

Hiddink hefur áður stýrt landsliðum Hollands, Suður-Kóreu og Ástralíu ásamt Rússlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×