Lífið

Mariah Carey ólétt af sínu fyrsta barni

Mariah Carey og Nick Cannon eiga von á barni samkvæmt fréttamiðlinum Radar Online.
Mariah Carey og Nick Cannon eiga von á barni samkvæmt fréttamiðlinum Radar Online.

Mariah Carey á von á barni. Þetta kemur fram á fréttamiðlinum Radar Online, sem hefur þetta eftir heimildarmanni sem ku vera tengdur Carey og eiginmanni hennar, skemmtikraftinum Nick Cannon.

Carey og Cannon endurnýjuðu hjúskaparheitið í maí þannig að nýjustu fréttir af hjónakornunum koma ekki á óvart. „Þau eru bæði mjög spennt og hamingjusöm," er haft eftir heimildarmanninum.

Fjölmiðlafulltrúi Carey neitar ekki fréttinni og sagði í samtali við Radar að hún hefði ekki leyfi til að ræða persónuleg málefni Mariuh Carey að svo stöddu. „Mariah og Nick vilja halda þunguninni leyndri eins lengi og þau geta," sagði heimildarmaðurinn enn fremur.










Tengdar fréttir

Gaf Mariah nammihring með demanti

Hjónin og söngvararnir Nick Cannon og Mariah Carey héldu þriðju brúðkaupsveislu sína um helgina. Þau giftu sig árið 2008 og hafa haldið brúðkaupsathöfn á hverju ári eftir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.