Innlent

Eldur í Austurbæjarskóla: Skólinn rýmdur

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að Austurbæjarskóla þar sem upp kom eldur nú rétt fyrir eitt. Eldurinn er í risi hússins norðanmegin og hefur skólinn verið rýmdur. Að sögn lögreglu gekk vel að rýma skólann og hefur öllu skólahaldi verið aflýst það sem eftir lifir dags. Nærliggjandi götum hefur ennfremur verið lokað og berst slökkviliðið nú við eldinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×