Heillaði danskar stelpur með Skítamórals-slagara 26. febrúar 2010 06:45 Heimir Jónasson fór á kostum í stefnumótaþættinum Dagens Mand sem sýndur er á TV 2. Hann söng sveitaballarómans Einars Bárðarsonar, Ertu þá farin?, sem Skítamórall gerði ódauðlegt. „Ég fékk stefnumót, en ekki hvað?“ segir Guðmundur Heimir Jónasson, 21 árs gamall verslunarstjóri í Fötex, sem sló í gegn í danska stefnumótaþættinum Dagens Mand á TV 2. Heimir gerði sér lítið fyrir og heillaði dönsku stelpurnar upp úr skónum með Skítamórals-slagaranum Ertu þá farin? við góðar undirtektir bæði áhorfenda og stúlknanna. „Ég veit ekki af hverju ég valdi þetta lag, þetta var bara það fyrsta sem kom upp í hugann á mér,“ segir Heimir og viðurkennir að hann hafi steingleymt textanum, það hafi ekki komið að sök því hvorki áhorfendur né stúlkurnar skildu hvað hann var að syngja. „Sumt af því sem ég söng meikaði engan sens, eða við skulum segja að þetta hafi bara verið önnur útgáfa af þessu lagi, mín útgáfa,“ útskýrir Heimir og hlær. Heimir hefur verið búsettur í Danmörku í tíu ár, flutti til Kaupmannahafnar með móður sinni sem nú er flutt heim til Íslands aftur. Hann segir vinkonu sína á Jótlandi hafa skráð hann til leiks í þættinum. „Hún lýsti því yfir að hún ætlaði að koma mér í þáttinn. Skömmu seinna var hringt frá TV 2 og ég spurður hvort ég vildi ekki koma í prufur. Þarna var heill hellingur af strákum og við fórum inn, fjórir saman. Hinir þrír sögðust allir spila fótbolta og eitthvað í þeim dúr þannig að ég varð að koma með eitthvað annað,“ útskýrir Heimir sem lýsti því yfir í prufunum að hann væri mikið fyrir að ríða út á íslenskum hestum og semdi bæði íslensk lög og texta. Herbragðið virkaði fullkomlega því skömmu seinna var Heimir kominn í útsendingu. „Þetta var svolítið fyndið því ég hef aldrei sungið fyrir framan neinn.“ Þátturinn gengur þannig fyrir sig að hópur stúlkna á lausu fær að kjósa hvort þær vilji fá stefnumót með álitlegum piparsveini og þurfa drengirnir að sanna sig fyrir þeim með hæfileikum sínum. Og Heimir vann sér inn stefnumót, fór með laglegri snót á veitingastaðinn Costume House í miðborg Kaupmannahafnar og átti með henni notalega stund. Hann segir hins vegar ekkert framhald verða á því sambandi. „Nei, nei, þetta endaði bara þarna.“ Eftir situr hins vegar söngurinn og hinn sérstaka útgáfa af sveitaballarómans Einars Bárðarsonar sem Danirnir aldrei skildu. freyrgigja@frettabladid.is. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Ég fékk stefnumót, en ekki hvað?“ segir Guðmundur Heimir Jónasson, 21 árs gamall verslunarstjóri í Fötex, sem sló í gegn í danska stefnumótaþættinum Dagens Mand á TV 2. Heimir gerði sér lítið fyrir og heillaði dönsku stelpurnar upp úr skónum með Skítamórals-slagaranum Ertu þá farin? við góðar undirtektir bæði áhorfenda og stúlknanna. „Ég veit ekki af hverju ég valdi þetta lag, þetta var bara það fyrsta sem kom upp í hugann á mér,“ segir Heimir og viðurkennir að hann hafi steingleymt textanum, það hafi ekki komið að sök því hvorki áhorfendur né stúlkurnar skildu hvað hann var að syngja. „Sumt af því sem ég söng meikaði engan sens, eða við skulum segja að þetta hafi bara verið önnur útgáfa af þessu lagi, mín útgáfa,“ útskýrir Heimir og hlær. Heimir hefur verið búsettur í Danmörku í tíu ár, flutti til Kaupmannahafnar með móður sinni sem nú er flutt heim til Íslands aftur. Hann segir vinkonu sína á Jótlandi hafa skráð hann til leiks í þættinum. „Hún lýsti því yfir að hún ætlaði að koma mér í þáttinn. Skömmu seinna var hringt frá TV 2 og ég spurður hvort ég vildi ekki koma í prufur. Þarna var heill hellingur af strákum og við fórum inn, fjórir saman. Hinir þrír sögðust allir spila fótbolta og eitthvað í þeim dúr þannig að ég varð að koma með eitthvað annað,“ útskýrir Heimir sem lýsti því yfir í prufunum að hann væri mikið fyrir að ríða út á íslenskum hestum og semdi bæði íslensk lög og texta. Herbragðið virkaði fullkomlega því skömmu seinna var Heimir kominn í útsendingu. „Þetta var svolítið fyndið því ég hef aldrei sungið fyrir framan neinn.“ Þátturinn gengur þannig fyrir sig að hópur stúlkna á lausu fær að kjósa hvort þær vilji fá stefnumót með álitlegum piparsveini og þurfa drengirnir að sanna sig fyrir þeim með hæfileikum sínum. Og Heimir vann sér inn stefnumót, fór með laglegri snót á veitingastaðinn Costume House í miðborg Kaupmannahafnar og átti með henni notalega stund. Hann segir hins vegar ekkert framhald verða á því sambandi. „Nei, nei, þetta endaði bara þarna.“ Eftir situr hins vegar söngurinn og hinn sérstaka útgáfa af sveitaballarómans Einars Bárðarsonar sem Danirnir aldrei skildu. freyrgigja@frettabladid.is.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira