Fær 13 milljónir í Hamborg 26. febrúar 2010 06:00 AndriSsnær er á leið til Hamborgar. Tekur þar við Kairos-verðlaununum fyrir framan tólf hundruð manns. fréttablaðið/stefán Óhætt er að segja að það hafi hlaupið á snærið hjá Andra Snæ Magnasyni því á sunnudaginn tekur hann við Kairos-verðlaununum í Hamborg. Verðlaunaféð er 75.000 evrur - ríflega 13 milljónir íslenskra króna. En fyrir hvað eru þessi verðlaun eiginlega, Andri, bara fyrir það hvað þú ert æðislegur? „Í megindráttum, já," segir Andri og hlær. „Ég var að velta því alvarlega fyrir mér um daginn að kannski væri maður búinn að dreifa sér um of. Búinn að skrifa leikrit og skáldsögur og ljóð og þar að auki orðinn leikstjóri. Og búinn að taka þátt í alls konar hliðarverkefnum. Ég var að hugsa um að þessi fjölbreytni væri manni kannski ekki til framdráttar. Akkúrat þá kom bréfið frá Kairos þar sem meginástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun er tiltekin sú hvað ég hef beitt mér á mörgum sviðum og verið á samfélagsmálasviðinu líka með Draumalandinu. Þeir voru búnir að skoða ferilinn alveg í rótina og rannsaka mig gaumgæfilega. Nefndu í umsögn til að mynda diskinn Raddir sem ég stóð að fyrir mörgum árum. Þetta eru ekki beint bókmenntaverðlaun heldur verðlaun fyrir listræna afstöðu." Mikil dagskrá er í kringum verðlaunaafhendinguna í Borgarleikhúsinu í Hamborg. Emilíana Torrini kemur fram og þeir Páll á Húsafelli, Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen. „Þetta er eiginlega hálf ótrúlegt. Það verða 1.200 manns í salnum og eins og hálfs tíma dagskrá bara um mig og minn feril. Ég er með vægar hjartsláttatruflanir út af tilstandinu. Ég er bara að skrifa þakkarræðuna og spá í hverju ég á að vera í. Ætli ég haldi ekki teinótta merkinu á lofti." Og hvað svo? Sigurhátíð í Smáralind? „Hahaha. Já, klukkan þrjú á mánudaginn. Fyrir þá sem komast ekki út á völl." Andri Snær segist vera með tvær nýjar bækur í bígerð og hann og Þorleifur Örn Arnarson hafa skrifað óbeint framhald af millistjórnendadramanu Eilíf hamingja sem var sett upp 2007. „Við settum okkur hálfgerðar Frúin í Hamborg-reglur þegar við skrifuðum þetta. Það er bannað að segja útrás, Icesave, stjórnmálamaður og græðgi í leikritinu. Þau orð eru bönnuð. Við erum spenntir að sjá hvernig þetta kemur út. Það er stefnan að frumsýna í lok mars." drgunni@frettabladid.is Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Óhætt er að segja að það hafi hlaupið á snærið hjá Andra Snæ Magnasyni því á sunnudaginn tekur hann við Kairos-verðlaununum í Hamborg. Verðlaunaféð er 75.000 evrur - ríflega 13 milljónir íslenskra króna. En fyrir hvað eru þessi verðlaun eiginlega, Andri, bara fyrir það hvað þú ert æðislegur? „Í megindráttum, já," segir Andri og hlær. „Ég var að velta því alvarlega fyrir mér um daginn að kannski væri maður búinn að dreifa sér um of. Búinn að skrifa leikrit og skáldsögur og ljóð og þar að auki orðinn leikstjóri. Og búinn að taka þátt í alls konar hliðarverkefnum. Ég var að hugsa um að þessi fjölbreytni væri manni kannski ekki til framdráttar. Akkúrat þá kom bréfið frá Kairos þar sem meginástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun er tiltekin sú hvað ég hef beitt mér á mörgum sviðum og verið á samfélagsmálasviðinu líka með Draumalandinu. Þeir voru búnir að skoða ferilinn alveg í rótina og rannsaka mig gaumgæfilega. Nefndu í umsögn til að mynda diskinn Raddir sem ég stóð að fyrir mörgum árum. Þetta eru ekki beint bókmenntaverðlaun heldur verðlaun fyrir listræna afstöðu." Mikil dagskrá er í kringum verðlaunaafhendinguna í Borgarleikhúsinu í Hamborg. Emilíana Torrini kemur fram og þeir Páll á Húsafelli, Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen. „Þetta er eiginlega hálf ótrúlegt. Það verða 1.200 manns í salnum og eins og hálfs tíma dagskrá bara um mig og minn feril. Ég er með vægar hjartsláttatruflanir út af tilstandinu. Ég er bara að skrifa þakkarræðuna og spá í hverju ég á að vera í. Ætli ég haldi ekki teinótta merkinu á lofti." Og hvað svo? Sigurhátíð í Smáralind? „Hahaha. Já, klukkan þrjú á mánudaginn. Fyrir þá sem komast ekki út á völl." Andri Snær segist vera með tvær nýjar bækur í bígerð og hann og Þorleifur Örn Arnarson hafa skrifað óbeint framhald af millistjórnendadramanu Eilíf hamingja sem var sett upp 2007. „Við settum okkur hálfgerðar Frúin í Hamborg-reglur þegar við skrifuðum þetta. Það er bannað að segja útrás, Icesave, stjórnmálamaður og græðgi í leikritinu. Þau orð eru bönnuð. Við erum spenntir að sjá hvernig þetta kemur út. Það er stefnan að frumsýna í lok mars." drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira