Portsmouth fyrsta úrvalsdeildarfélagið til að fara í greiðslustöðvun? Ómar Þorgeirsson skrifar 26. febrúar 2010 09:30 Það er ekki bjart yfir Fratton Park-leikvanginum þessa dagana. Nordic photos/AFP Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth fari í greiðslustöðvun en félagið var að vonast til þess að geta fengið inn nýja fjárfesta fyrir helgi. Þrátt fyrir að viðræður séu enn í gangi við nokkra aðila þá er útlitið ekki bjart og líklegt að Portsmouth fari í greiðslustöðvun í dag og verði þar með fyrsta úrvalsdeildarfélagið til þess að lenda í því. Samkvæmt reglugerð ensku úrvalsdeildarinnar verða í kjölfarið dregin níu stig af félaginu, sem situr fyrir á botni deildarinnar og er því svo gott sem dauðadæmt til þess að falla úr deildinni í lok tímabilsins. Félagið skuldar í heildina um 60 milljónir punda en samkvæmt mati sérstaks endurskoðanda á vegum ensku úrvalsdeildarinnar þarf félagið um 25 milljónir punda til þess að halda rekstrinum gangandi út keppnistímabilið. Umræddur endurskoðandi metur núverandi leikmannahóp Portsmouth á 23 milljónir punda en forráðamenn félagsins fóru nýlega fram á sérstaka undanþágu til þess að fá að selja leikmenn sína þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokur. Endurskoðandinn kvaðst í viðtali við BBC-fréttastofuna jafnframt vera steinhissa á því hvernig málum væri háttað hjá félaginu en var þó bjartsýnn á að forráðamenn félagsins myndu ná að vinna sig út úr skuldasúpunni. „Það er alveg ótrúleg óstjórn á þessu félagi og ég kom þaðan án þess að gera mér almennilega grein fyrir því hver stýrði hvaða hluta félagsins. Ég hef samt trú á því að Portsmouth muni lifa þetta af. Forráðamenn félagsins þurfa væntanlega að semja við lánadrottna sína og ensku úrvalsdeildina um að fá fyrirframgreiddar sjónvarpstekjur og hina svokölluðu fallhlífar aðstoð [sem félög fá þegar þau falla úr úrvalsdeildinni]," sagði endurskoðandinn Nick O'Reilly sem varaði jafnframt við þá 600 manns sem vinna fyrir Portsmouth á einn eða annan hátt að næstu mánuðir gætu reynst erfiðir. Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth fari í greiðslustöðvun en félagið var að vonast til þess að geta fengið inn nýja fjárfesta fyrir helgi. Þrátt fyrir að viðræður séu enn í gangi við nokkra aðila þá er útlitið ekki bjart og líklegt að Portsmouth fari í greiðslustöðvun í dag og verði þar með fyrsta úrvalsdeildarfélagið til þess að lenda í því. Samkvæmt reglugerð ensku úrvalsdeildarinnar verða í kjölfarið dregin níu stig af félaginu, sem situr fyrir á botni deildarinnar og er því svo gott sem dauðadæmt til þess að falla úr deildinni í lok tímabilsins. Félagið skuldar í heildina um 60 milljónir punda en samkvæmt mati sérstaks endurskoðanda á vegum ensku úrvalsdeildarinnar þarf félagið um 25 milljónir punda til þess að halda rekstrinum gangandi út keppnistímabilið. Umræddur endurskoðandi metur núverandi leikmannahóp Portsmouth á 23 milljónir punda en forráðamenn félagsins fóru nýlega fram á sérstaka undanþágu til þess að fá að selja leikmenn sína þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokur. Endurskoðandinn kvaðst í viðtali við BBC-fréttastofuna jafnframt vera steinhissa á því hvernig málum væri háttað hjá félaginu en var þó bjartsýnn á að forráðamenn félagsins myndu ná að vinna sig út úr skuldasúpunni. „Það er alveg ótrúleg óstjórn á þessu félagi og ég kom þaðan án þess að gera mér almennilega grein fyrir því hver stýrði hvaða hluta félagsins. Ég hef samt trú á því að Portsmouth muni lifa þetta af. Forráðamenn félagsins þurfa væntanlega að semja við lánadrottna sína og ensku úrvalsdeildina um að fá fyrirframgreiddar sjónvarpstekjur og hina svokölluðu fallhlífar aðstoð [sem félög fá þegar þau falla úr úrvalsdeildinni]," sagði endurskoðandinn Nick O'Reilly sem varaði jafnframt við þá 600 manns sem vinna fyrir Portsmouth á einn eða annan hátt að næstu mánuðir gætu reynst erfiðir.
Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira