Lífið

Börnin í fyrsta sæti

Sheryl Crow. MYND/BANG Showbiz
Sheryl Crow. MYND/BANG Showbiz

Söngkonan Sheryl Crow, 48 ára, þroskaðist töluvert þegar hún varð móðir.

Sheryl, sem á tvö börn, Wyatt, 3 ára, og Levi, 5 mánaða, áttaði sig á því hvað hún var sjálfselsk áður en hún ættleiddi börnin því í dag skiptir velferð þeirra hana öllu máli.

„Börnin gjörbreyttu lífi mínu. Það fyrsta sem ég hugsa um á morgnana er hvernig þau hafa það og það síðasta sem ég hugsa um áður en ég sofna er hvernig þeim líður," sagði hún.

Á tónleikaferðalagi söngkonunnar sem er nýhafið ferðast hún á milli fylkja í stórri rútu svo börnin geti verið með henni öllum stundum.

„Ég ferðast um í rútunni til að allt sé í föstum skorðum eins og það á að vera hjá fjölskyldufólki. Áður fyrr var líf mitt á allt öðrum nótum. Í dag er ég afslöppuð og sátt," sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.