Lífið

Heimsfræg háð baugahyljara

Kim Kardashian. MYND/Cover Media
Kim Kardashian. MYND/Cover Media

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian, 29 ára, segist ekki geta verið án baugahyljara sem hún setur undir augun áður en hún púðrar yfir andlitið.

Kim, sem er talin vera ein af kynþokkafyllstu konum í Hollywood, getur að eigin sögn ekki verið án baugahyljarans.

„Ég elska maskarann minn en svo er ég með dökka bauga undir augunum og þess vegna er ég háð baugahyljaranum mínum. En ég er alltaf með púður og kinnalitinn minn með mér í snyrtitöskunni því ég vil vera fersk í andlitinu þegar ég fer út," sagði Kim.

Kim viðurkennir að hún gengur um heima hjá sér ómáluð en þegar hún fer út fyrir hússins dyr ómáluð passar hún sig að setja á sig sólgleraugu.

„Sólgleraugu eru best til að hylja baugana undir augunum. Ef þú sérð mig í blöðunum með sólgleraugu er það yfirleitt af því að þá hef ég verið ómáluð í framan."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.