Túraði með Placebo um allan heim 27. september 2010 10:00 Finnur eignaðist tvíbura með kærustunni sinni stuttu eftir að hann kom heim úr 18 mánaða tónleikaferðalagi með Placebo. fréttablaðið/stefán „Þetta eru poppstjörnur sem þurfa að halda feisi út á við, en þeir eru algjörir ljúflingar," segir hljóðmaðurinn Finnur Ragnarsson um bresku hljómsveitina Placebo. Finnur kom nýlega heim eftir að hafa ferðast um heiminn með Placebo í eitt og hálft ár, með stuttum hléum. Finnur var í hljóðmannateymi hljómsveitarinnar og ferðaðist til Japans, Kóreu, Ástralíu, Austur-Evrópu og víðar. „Við vorum yfirleitt úti í fjórar til sex vikur og svo heima í tíu daga," segir hann. Framleiðslustjóri ferðalagsins var sá sami og hjá Sigur Rós á aferðalagi fyrir tveimur árum, en þar sá Finnur einnig um sviðshljóð. Þeir héldu samstarfinu áfram fyrir Placebo. „Þetta er svo lítill heimur," segir Finnur. „Þegar maður er búinn að fara nokkra festival-rúnta þá er maður alltaf að sjá sömu tæknimennina sem eru þá að vinna fyrir aðrar hljómsveitir." Þannig að þetta er svipað og hérna heima? „Já, nema við hittumst á furðulegri stöðum úti." Margir tengja sukk og svínarí við lífið on the road og Finnur segist alltaf vera spurður hvort partístand með frægu fólki fylgi ferðalögunum. „Það er ótrúlega fljótt að fara úr því og verða venjuleg vinna," segir hann. „Ef maður væri alltaf í partíum á kvöldin gæti maður ekkert vaknað á morgnana og myndi ekkert endast í þessu." Aðeins viku eftir að Finnur kom heim eignaðist hann tvíbura með kærustunni sinni. „Þetta var allt planað," segir Finnur í léttum dúr og bætir við að það taki sérstaklega á að vera fjarri fjölskyldunni á löngum tónleikaferðum. „Skype er besti vinur rótarans. Þegar búið er að stilla upp og gera klárt, þá sér maður alla í tölvunum á Skypinu heima." atlifannar@frettabladid.is Tengdar fréttir Á eftir að sakna matarins hjá mömmu „Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar. 25. september 2010 06:00 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Þetta eru poppstjörnur sem þurfa að halda feisi út á við, en þeir eru algjörir ljúflingar," segir hljóðmaðurinn Finnur Ragnarsson um bresku hljómsveitina Placebo. Finnur kom nýlega heim eftir að hafa ferðast um heiminn með Placebo í eitt og hálft ár, með stuttum hléum. Finnur var í hljóðmannateymi hljómsveitarinnar og ferðaðist til Japans, Kóreu, Ástralíu, Austur-Evrópu og víðar. „Við vorum yfirleitt úti í fjórar til sex vikur og svo heima í tíu daga," segir hann. Framleiðslustjóri ferðalagsins var sá sami og hjá Sigur Rós á aferðalagi fyrir tveimur árum, en þar sá Finnur einnig um sviðshljóð. Þeir héldu samstarfinu áfram fyrir Placebo. „Þetta er svo lítill heimur," segir Finnur. „Þegar maður er búinn að fara nokkra festival-rúnta þá er maður alltaf að sjá sömu tæknimennina sem eru þá að vinna fyrir aðrar hljómsveitir." Þannig að þetta er svipað og hérna heima? „Já, nema við hittumst á furðulegri stöðum úti." Margir tengja sukk og svínarí við lífið on the road og Finnur segist alltaf vera spurður hvort partístand með frægu fólki fylgi ferðalögunum. „Það er ótrúlega fljótt að fara úr því og verða venjuleg vinna," segir hann. „Ef maður væri alltaf í partíum á kvöldin gæti maður ekkert vaknað á morgnana og myndi ekkert endast í þessu." Aðeins viku eftir að Finnur kom heim eignaðist hann tvíbura með kærustunni sinni. „Þetta var allt planað," segir Finnur í léttum dúr og bætir við að það taki sérstaklega á að vera fjarri fjölskyldunni á löngum tónleikaferðum. „Skype er besti vinur rótarans. Þegar búið er að stilla upp og gera klárt, þá sér maður alla í tölvunum á Skypinu heima." atlifannar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Á eftir að sakna matarins hjá mömmu „Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar. 25. september 2010 06:00 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Á eftir að sakna matarins hjá mömmu „Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar. 25. september 2010 06:00