Túraði með Placebo um allan heim 27. september 2010 10:00 Finnur eignaðist tvíbura með kærustunni sinni stuttu eftir að hann kom heim úr 18 mánaða tónleikaferðalagi með Placebo. fréttablaðið/stefán „Þetta eru poppstjörnur sem þurfa að halda feisi út á við, en þeir eru algjörir ljúflingar," segir hljóðmaðurinn Finnur Ragnarsson um bresku hljómsveitina Placebo. Finnur kom nýlega heim eftir að hafa ferðast um heiminn með Placebo í eitt og hálft ár, með stuttum hléum. Finnur var í hljóðmannateymi hljómsveitarinnar og ferðaðist til Japans, Kóreu, Ástralíu, Austur-Evrópu og víðar. „Við vorum yfirleitt úti í fjórar til sex vikur og svo heima í tíu daga," segir hann. Framleiðslustjóri ferðalagsins var sá sami og hjá Sigur Rós á aferðalagi fyrir tveimur árum, en þar sá Finnur einnig um sviðshljóð. Þeir héldu samstarfinu áfram fyrir Placebo. „Þetta er svo lítill heimur," segir Finnur. „Þegar maður er búinn að fara nokkra festival-rúnta þá er maður alltaf að sjá sömu tæknimennina sem eru þá að vinna fyrir aðrar hljómsveitir." Þannig að þetta er svipað og hérna heima? „Já, nema við hittumst á furðulegri stöðum úti." Margir tengja sukk og svínarí við lífið on the road og Finnur segist alltaf vera spurður hvort partístand með frægu fólki fylgi ferðalögunum. „Það er ótrúlega fljótt að fara úr því og verða venjuleg vinna," segir hann. „Ef maður væri alltaf í partíum á kvöldin gæti maður ekkert vaknað á morgnana og myndi ekkert endast í þessu." Aðeins viku eftir að Finnur kom heim eignaðist hann tvíbura með kærustunni sinni. „Þetta var allt planað," segir Finnur í léttum dúr og bætir við að það taki sérstaklega á að vera fjarri fjölskyldunni á löngum tónleikaferðum. „Skype er besti vinur rótarans. Þegar búið er að stilla upp og gera klárt, þá sér maður alla í tölvunum á Skypinu heima." atlifannar@frettabladid.is Tengdar fréttir Á eftir að sakna matarins hjá mömmu „Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar. 25. september 2010 06:00 Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
„Þetta eru poppstjörnur sem þurfa að halda feisi út á við, en þeir eru algjörir ljúflingar," segir hljóðmaðurinn Finnur Ragnarsson um bresku hljómsveitina Placebo. Finnur kom nýlega heim eftir að hafa ferðast um heiminn með Placebo í eitt og hálft ár, með stuttum hléum. Finnur var í hljóðmannateymi hljómsveitarinnar og ferðaðist til Japans, Kóreu, Ástralíu, Austur-Evrópu og víðar. „Við vorum yfirleitt úti í fjórar til sex vikur og svo heima í tíu daga," segir hann. Framleiðslustjóri ferðalagsins var sá sami og hjá Sigur Rós á aferðalagi fyrir tveimur árum, en þar sá Finnur einnig um sviðshljóð. Þeir héldu samstarfinu áfram fyrir Placebo. „Þetta er svo lítill heimur," segir Finnur. „Þegar maður er búinn að fara nokkra festival-rúnta þá er maður alltaf að sjá sömu tæknimennina sem eru þá að vinna fyrir aðrar hljómsveitir." Þannig að þetta er svipað og hérna heima? „Já, nema við hittumst á furðulegri stöðum úti." Margir tengja sukk og svínarí við lífið on the road og Finnur segist alltaf vera spurður hvort partístand með frægu fólki fylgi ferðalögunum. „Það er ótrúlega fljótt að fara úr því og verða venjuleg vinna," segir hann. „Ef maður væri alltaf í partíum á kvöldin gæti maður ekkert vaknað á morgnana og myndi ekkert endast í þessu." Aðeins viku eftir að Finnur kom heim eignaðist hann tvíbura með kærustunni sinni. „Þetta var allt planað," segir Finnur í léttum dúr og bætir við að það taki sérstaklega á að vera fjarri fjölskyldunni á löngum tónleikaferðum. „Skype er besti vinur rótarans. Þegar búið er að stilla upp og gera klárt, þá sér maður alla í tölvunum á Skypinu heima." atlifannar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Á eftir að sakna matarins hjá mömmu „Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar. 25. september 2010 06:00 Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Á eftir að sakna matarins hjá mömmu „Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar. 25. september 2010 06:00