Túraði með Placebo um allan heim 27. september 2010 10:00 Finnur eignaðist tvíbura með kærustunni sinni stuttu eftir að hann kom heim úr 18 mánaða tónleikaferðalagi með Placebo. fréttablaðið/stefán „Þetta eru poppstjörnur sem þurfa að halda feisi út á við, en þeir eru algjörir ljúflingar," segir hljóðmaðurinn Finnur Ragnarsson um bresku hljómsveitina Placebo. Finnur kom nýlega heim eftir að hafa ferðast um heiminn með Placebo í eitt og hálft ár, með stuttum hléum. Finnur var í hljóðmannateymi hljómsveitarinnar og ferðaðist til Japans, Kóreu, Ástralíu, Austur-Evrópu og víðar. „Við vorum yfirleitt úti í fjórar til sex vikur og svo heima í tíu daga," segir hann. Framleiðslustjóri ferðalagsins var sá sami og hjá Sigur Rós á aferðalagi fyrir tveimur árum, en þar sá Finnur einnig um sviðshljóð. Þeir héldu samstarfinu áfram fyrir Placebo. „Þetta er svo lítill heimur," segir Finnur. „Þegar maður er búinn að fara nokkra festival-rúnta þá er maður alltaf að sjá sömu tæknimennina sem eru þá að vinna fyrir aðrar hljómsveitir." Þannig að þetta er svipað og hérna heima? „Já, nema við hittumst á furðulegri stöðum úti." Margir tengja sukk og svínarí við lífið on the road og Finnur segist alltaf vera spurður hvort partístand með frægu fólki fylgi ferðalögunum. „Það er ótrúlega fljótt að fara úr því og verða venjuleg vinna," segir hann. „Ef maður væri alltaf í partíum á kvöldin gæti maður ekkert vaknað á morgnana og myndi ekkert endast í þessu." Aðeins viku eftir að Finnur kom heim eignaðist hann tvíbura með kærustunni sinni. „Þetta var allt planað," segir Finnur í léttum dúr og bætir við að það taki sérstaklega á að vera fjarri fjölskyldunni á löngum tónleikaferðum. „Skype er besti vinur rótarans. Þegar búið er að stilla upp og gera klárt, þá sér maður alla í tölvunum á Skypinu heima." atlifannar@frettabladid.is Tengdar fréttir Á eftir að sakna matarins hjá mömmu „Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar. 25. september 2010 06:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Þetta eru poppstjörnur sem þurfa að halda feisi út á við, en þeir eru algjörir ljúflingar," segir hljóðmaðurinn Finnur Ragnarsson um bresku hljómsveitina Placebo. Finnur kom nýlega heim eftir að hafa ferðast um heiminn með Placebo í eitt og hálft ár, með stuttum hléum. Finnur var í hljóðmannateymi hljómsveitarinnar og ferðaðist til Japans, Kóreu, Ástralíu, Austur-Evrópu og víðar. „Við vorum yfirleitt úti í fjórar til sex vikur og svo heima í tíu daga," segir hann. Framleiðslustjóri ferðalagsins var sá sami og hjá Sigur Rós á aferðalagi fyrir tveimur árum, en þar sá Finnur einnig um sviðshljóð. Þeir héldu samstarfinu áfram fyrir Placebo. „Þetta er svo lítill heimur," segir Finnur. „Þegar maður er búinn að fara nokkra festival-rúnta þá er maður alltaf að sjá sömu tæknimennina sem eru þá að vinna fyrir aðrar hljómsveitir." Þannig að þetta er svipað og hérna heima? „Já, nema við hittumst á furðulegri stöðum úti." Margir tengja sukk og svínarí við lífið on the road og Finnur segist alltaf vera spurður hvort partístand með frægu fólki fylgi ferðalögunum. „Það er ótrúlega fljótt að fara úr því og verða venjuleg vinna," segir hann. „Ef maður væri alltaf í partíum á kvöldin gæti maður ekkert vaknað á morgnana og myndi ekkert endast í þessu." Aðeins viku eftir að Finnur kom heim eignaðist hann tvíbura með kærustunni sinni. „Þetta var allt planað," segir Finnur í léttum dúr og bætir við að það taki sérstaklega á að vera fjarri fjölskyldunni á löngum tónleikaferðum. „Skype er besti vinur rótarans. Þegar búið er að stilla upp og gera klárt, þá sér maður alla í tölvunum á Skypinu heima." atlifannar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Á eftir að sakna matarins hjá mömmu „Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar. 25. september 2010 06:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Á eftir að sakna matarins hjá mömmu „Þá er maður alfarið farinn að skjóta rótum í höfuðborginni,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari, leikari og fótboltamaður en hann festi nýverið kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er í Gerðahverfi í Reykjavík og ætlar kappinn því endanlega að yfirgefa heimabæ sinn Selfoss. Íbúðina fær söngvarinn afhenta í byrjun desember og lofar hann innflutningspartýi fram í febrúar. 25. september 2010 06:00