Lífið

Draumar rætast

Ashley Greene. MYND/Cover Media
Ashley Greene. MYND/Cover Media

Leikkonan Ashley Greene, 23 ára, sem sló í gegn í Twilight myndunum sem vampíran Alice Cullenscript var aðdáandi Twilight sögunnar áður en hún fékk hlutverkið.

„Ég var búin að lesa bókina og var aðdáandi númer eitt áður en ég komst áfram í áheyrnarprufunum sem sannar að draumar rætast," sagði Ashley.

Hún starfaði sem fyrirsæta og reyndi stöðugt fyrir sér í Hollywood sem leikkona áður en draumur hennar rættist.

Ashley elskar að lesa bækur og fara á seglbretti á milli þess sem hún hefur úr nægum verkefnum að velja eftir þátttöku hennar í Twilight ævintýrinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.