Innlent

Bjarni vill taka samskiptin við Bandaríkjamenn til umræðu á Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson vill funda á Alþingi um samskiptin við fulltrúa bandarískra stjórnvalda. Mynd/ Anton.
Bjarni Benediktsson vill funda á Alþingi um samskiptin við fulltrúa bandarískra stjórnvalda. Mynd/ Anton.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir því að fram fari utandagskrárumræða á Alþingi um samskipti íslenskra stjórnvalda og erindreka þeirra við fulltrúa bandarískra stjórnvalda. Í tilkynningu frá Bjarna kemur jafnframt fram að hann óski þess að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra verði til andsvara.

Jafnframt hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, óskað eftir því að haldinn verði fundur í nefndinni vegna málsins. Hafa þau óskað eftir því að Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, og Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum verði kallaðir á fund nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×