Erlent

Hugsanleg árás Al Kaída

Fyrir utan þinghúsið í Berlín
Fyrir utan þinghúsið í Berlín
Glerhvelfingunni yfir þinghúsinu í Berlín hefur verið lokað um óákveðinn tíma af öryggisástæðum. Hvelfingin er vinsæll ferðamannastaður enda er þaðan frábært útsýni yfir borgina til allra átta.

Talskona þingsins sagði að lokunin væri öryggisráðstöfun, en vildi ekki útskýra það nánar. Þýska blaðið Der Spiegel sagði um helgina að stjórnvöld hefðu fengið upplýsingar um yfirvofandi árás Al Kaida.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×