Lífið

Get him to the Greek lítur vel út

Russell Brand leikur rokkstjörnuna Aldous Snow í kvikmyndinni Get him to the Greek þar sem Jonah Hill fer með hlutverk saklauss lærlings.
Russell Brand leikur rokkstjörnuna Aldous Snow í kvikmyndinni Get him to the Greek þar sem Jonah Hill fer með hlutverk saklauss lærlings.
Gamanmyndin Get him to the Greek verður frumsýnd um helgina. Myndin er ekki sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Forgetting Sarah Marshall, þar sem áhorfendur fengu að kynnast hinni óforskömmuðu rokkstjörnu Aldous Snow, þótt Snow sé vissulega miðpunktur myndarinnar. Þar að auki leikur Jonah Hill eldheitan aðdáanda stjörnunnar eins og í Söruh Marshall-myndinni þótt þær tvær persónur hans eigi annars lítið sameiginlegt.

En án þess að flækja hlutina um of segir Get him to the Greek frá Aaroni Green, lærlingi hjá plötufyrirtæki, sem er fenginn til að fylgja hinni óútreiknanlegu rokkstjörnu, Aldous Snow, frá London til Los Angeles en þar á hann að halda tónleika í Greek-leikhúsinu. Snow þessi er frægur sukkari, þykir fátt jafn gaman og að súpa freyðivín og annað áfengi og á konu í hverri höfn. Verkefni Greens er því síður en svo auðvelt enda þvælist hann um næturlíf stórborganna tveggja með stjórnlausri stjörnu. Fjöldi þekktra tónlistarmanna kemur fram í myndinni, nægir þar að nefna P. Diddy, Lars Ulrich og Christinu Aguilera.

Breski brjálæðingurinn Russell Brand hefur hægt og sígandi verið fikra sig upp metorðastigann á alþjóðlegum vettvangi. Brand er hins vegar „heimsfrægur" í Bretlandi fyrir útvarpsþætti sína, pistla­skrif, uppistandssýningar og ævisögu sem fékk frábæra dóma þegar hún kom út fyrir þremur árum. Hann var langt leiddur heróínfíkill og áfengissjúklingur en hefur sigrast á þeim djöflum. Hann er trúlofaður söngkonunni Katy Perry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.