Ný leikflétta hálfvitanna 3. júní 2010 07:00 Ljótu hálfvitarnir hafa æft grimmt að undanförnu fyrir tvenna útgáfutónleika sína. fréttablaðið/valli Grallararnir í Ljótu hálfvitunum hafa sent frá sér sína þriðju plötu. Rétt eins og fyrri plöturnar heitir hún ekki neitt og er auk þess keimlík hinum tveimur í útliti. Ljótu hálfvitarnir hafa undanfarin ár verið með vinsælli ballhljómsveitum landsins og hafa þær vinsældir endurspeglast í plötusölunni. Fyrsta platan seldist í rúmlega 4.000 eintökum og sú næsta á eftir, sem hafði að geyma slagarann Lukkutröllið, seldist örlítið minna. „Hún er rokkaðri en síðasta plata, ef eitthvað er,“ segir Ármann Guðmundsson, einn af hálfvitunum níu, um nýjasta afkvæmið. „Síðasta plata var voða fínpússuð en þessi er grófgerðari. Við unnum með öðrum upptökustjóra, Flex Árnasyni. Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt og athuga hvernig við myndum hljóma með einhverjum öðrum. Við lítum alla vega þannig á að þessi leikflétta hafi gengið upp hjá okkur.“ Partílagið Gott kvöld er þegar farið að heyrast í útvarpinu og gefur tóninn fyrir sumarið, þar sem sungið er um samkvæmi sem fer aðeins úr böndunum. Annars eru yrkisefni hálfvitanna á svipuðum slóðum og áður: Gleði, bjór, konur, dans og ást. Meira að segja hafið kemur við sögu, enda þykja hálfvitarnir flinkir í sjómannalögum. Þriggja manna brasssveit setur svip á nokkur lög á plötunni, gestatrommarar líta við og efnileg söngkona að norðan, Halla Marín Hafþórsdóttir, syngur með í einu lagi. KK kemur síðan við sögu í tveimur lögum þar sem hann syngur, spilar á gítar og blæs í munnhörpu af sinni alkunnu snilld. Lögin á plötunni eru úr ýmsum áttum. Tvö voru samin í æfingabúðum í Borgarfirði á meðan Hafið blátt var samið á níunda áratugnum af Ármanni og Þorgeiri Tryggvasyni. „Við grófum upp gamalt lag sem við aldursforsetarnir tveir sömdum á sokkabandsárum okkar. Þetta er elsta lagið á plötunni,“ segir Ármann. Plötunni verður fylgt eftir með tónleikahaldi í sumar. Fyrst verða útgáfutónleikar í Íslensku óperunni á laugardaginn og viku síðar halda Ljótu hálfvitarnir aðra útgáfutónleika í Ýdölum í Aðaldal. freyr@frettabladid.is Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Grallararnir í Ljótu hálfvitunum hafa sent frá sér sína þriðju plötu. Rétt eins og fyrri plöturnar heitir hún ekki neitt og er auk þess keimlík hinum tveimur í útliti. Ljótu hálfvitarnir hafa undanfarin ár verið með vinsælli ballhljómsveitum landsins og hafa þær vinsældir endurspeglast í plötusölunni. Fyrsta platan seldist í rúmlega 4.000 eintökum og sú næsta á eftir, sem hafði að geyma slagarann Lukkutröllið, seldist örlítið minna. „Hún er rokkaðri en síðasta plata, ef eitthvað er,“ segir Ármann Guðmundsson, einn af hálfvitunum níu, um nýjasta afkvæmið. „Síðasta plata var voða fínpússuð en þessi er grófgerðari. Við unnum með öðrum upptökustjóra, Flex Árnasyni. Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt og athuga hvernig við myndum hljóma með einhverjum öðrum. Við lítum alla vega þannig á að þessi leikflétta hafi gengið upp hjá okkur.“ Partílagið Gott kvöld er þegar farið að heyrast í útvarpinu og gefur tóninn fyrir sumarið, þar sem sungið er um samkvæmi sem fer aðeins úr böndunum. Annars eru yrkisefni hálfvitanna á svipuðum slóðum og áður: Gleði, bjór, konur, dans og ást. Meira að segja hafið kemur við sögu, enda þykja hálfvitarnir flinkir í sjómannalögum. Þriggja manna brasssveit setur svip á nokkur lög á plötunni, gestatrommarar líta við og efnileg söngkona að norðan, Halla Marín Hafþórsdóttir, syngur með í einu lagi. KK kemur síðan við sögu í tveimur lögum þar sem hann syngur, spilar á gítar og blæs í munnhörpu af sinni alkunnu snilld. Lögin á plötunni eru úr ýmsum áttum. Tvö voru samin í æfingabúðum í Borgarfirði á meðan Hafið blátt var samið á níunda áratugnum af Ármanni og Þorgeiri Tryggvasyni. „Við grófum upp gamalt lag sem við aldursforsetarnir tveir sömdum á sokkabandsárum okkar. Þetta er elsta lagið á plötunni,“ segir Ármann. Plötunni verður fylgt eftir með tónleikahaldi í sumar. Fyrst verða útgáfutónleikar í Íslensku óperunni á laugardaginn og viku síðar halda Ljótu hálfvitarnir aðra útgáfutónleika í Ýdölum í Aðaldal. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira