Innlent

Dagur B.: Einkavæðing Bílastæðasjóðs leiðir til hækkunar

Bílastæðahúsin tæmast verði af einkavæðingu að mati Bílastæðasjóðs sjálfs.
Bílastæðahúsin tæmast verði af einkavæðingu að mati Bílastæðasjóðs sjálfs.

Umsögn bílastæðasjóðs um tillögur VG í borgarráði um að kannað yrði með einkavæðingu bílastæðahúsa í eigu Bílastæðasjóðs var lögð fram í borgarráði í dag. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á sínum tíma tillögu VG, en Samfylkingin sat hjá og gerði skýra fyrirvara að sögn Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar.

Hann segi að í umsögn Bílastæðasjóðs komi fram að búast megi við mikilli hækkun bílastæðagjalda verði einkavæðing bílastæðahúsanna að veruleika og jafnvel talað um hundruð prósenta í því sambandi. Í umsögninni segir:

"Jafnframt má benda á að ef verðskrá yrði hækkuð um hundruð prósenta í bílahúsunum mál telja líklegt að viðskiptavinirnir hverfi nær alfarið úr húsunum ef gjaldskrá úti á götu fylgir ekki með. Við það myndi myndast mun meiri eftirspurn eftir bílastæðum við götur og ólöglegum lagningum mun líklega fjölga verulega."

Umsögn Bílastæðasjóðs var vísað til borgarlögmanns að tillögu borgarstjóra í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×