Mikil dramatík í eldfjallaþætti Top Gear - myndband 29. júní 2010 13:30 Ný þáttaröð af bílaþættinum Top Gear fór í loftið á BBC á sunnudagskvöld. Þátturinn fjallaði nefnilega að hluta um ferð James May, eins af frábærum þáttarstjórnendum Top Gear, á Fimmvörðuháls þegar hið svokallaða túristagos stóð yfir. James fór á einum af jeppunum sem Arctic Trucks hafði breytt fyrir ferð Top Gear á Norðurpólinn. Í þættinum kom fram að jeppinn hefði aldrei verið sveipaður sama dýrðarljóma og hinir jepparnir sem voru í Norðurpólsferðinni af þeirri einföldu ástæðu að upptökuliðið hefði ekið honum. Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson er í nokkuð stóru hlutverki í innslaginu. Hann ferðaðist í jeppanum með James May en saman lentu þeir í miklum hrakningum og virtust um tíma vera týndir í blindbyl. Bresku sjónvarpsmönnunum tókst að skapa mikla dramatík í kringum óveðursförina, en Haraldur virtist þó pollrólegur allan tímann og sést taka upp viðbrögð May með lítilli myndbandsupptökuvél. Mikla athygli vakti á sínum tíma þegar James May keyrði upp á eldheitt og nýtt hraunið með þeim afleiðingum að það kviknaði í einu dekki jeppans. Kerfið sem var notað til að kæla dekkin virkaði þó furðuvel, en í þættinum upplýsir hann hvernig farið var að því að halda vatninu ísköldu án þess að frysta það. May sagði frostlög hafa verið úr myndinni sökum mengunar. Þess í stað var vodka hellt út í vatnstankinn til að sporna gegn frystingu. Í versta falli gæti Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra haft eitthvað að segja um það en í besta falli syrgjum við sóun á rándýrum og ofskattlögðum vökva. - afb Hér er hægt að horfa á þáttinn á YouTube. Hér er hægt að skoða aukaupptökur af James May elda kjöt á hrauninu. Tengdar fréttir Segjast hafa gætt varúðar þegar þeir kveiktu í dekkjum Arctic Trucks, sem hefur aðstoðað aðstandendur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear, segja að fyllsta öryggis hafi verið gætt þegar þeir létu kvikna í dekki á jeppabifreið í hraunjaðri eldgosins á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan á Hvolsvelli gagnrýndi þá félaga harðlega fyrir uppátækið og minntu á að aðstæður væru lífshættulegar við eldgosið. 8. apríl 2010 16:08 Svandís: Hegðun þáttagerðarmanna Top Gear verði rannsökuð Gæta þarf betur að umgengni ferðafólks upp að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Einkum nú þegar frost er að fara úr jörðu og jarðvegur verður viðkvæmur fyrir ágangi. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Hún vonast til þess að meintur utanvegaakstur þáttagerðamanna Top Gear verði rannsakaður. 10. apríl 2010 12:59 Top Gear í tíu tíma að komast að eldstöðvunum Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. 7. apríl 2010 12:32 Vill að Sýslumaður rannsaki ferðir Top Gear fólksins utan vega Umhverfisstofnun hefur sent Sýslumanninum á Hvolsvelli erindi og óskað eftir því að hann rannsaki meintan akstur sjónvarpsfólks úr Top Gear þáttunum utanvega á Fimmvörðuhálsi. 8. apríl 2010 17:56 Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13 Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Ný þáttaröð af bílaþættinum Top Gear fór í loftið á BBC á sunnudagskvöld. Þátturinn fjallaði nefnilega að hluta um ferð James May, eins af frábærum þáttarstjórnendum Top Gear, á Fimmvörðuháls þegar hið svokallaða túristagos stóð yfir. James fór á einum af jeppunum sem Arctic Trucks hafði breytt fyrir ferð Top Gear á Norðurpólinn. Í þættinum kom fram að jeppinn hefði aldrei verið sveipaður sama dýrðarljóma og hinir jepparnir sem voru í Norðurpólsferðinni af þeirri einföldu ástæðu að upptökuliðið hefði ekið honum. Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson er í nokkuð stóru hlutverki í innslaginu. Hann ferðaðist í jeppanum með James May en saman lentu þeir í miklum hrakningum og virtust um tíma vera týndir í blindbyl. Bresku sjónvarpsmönnunum tókst að skapa mikla dramatík í kringum óveðursförina, en Haraldur virtist þó pollrólegur allan tímann og sést taka upp viðbrögð May með lítilli myndbandsupptökuvél. Mikla athygli vakti á sínum tíma þegar James May keyrði upp á eldheitt og nýtt hraunið með þeim afleiðingum að það kviknaði í einu dekki jeppans. Kerfið sem var notað til að kæla dekkin virkaði þó furðuvel, en í þættinum upplýsir hann hvernig farið var að því að halda vatninu ísköldu án þess að frysta það. May sagði frostlög hafa verið úr myndinni sökum mengunar. Þess í stað var vodka hellt út í vatnstankinn til að sporna gegn frystingu. Í versta falli gæti Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra haft eitthvað að segja um það en í besta falli syrgjum við sóun á rándýrum og ofskattlögðum vökva. - afb Hér er hægt að horfa á þáttinn á YouTube. Hér er hægt að skoða aukaupptökur af James May elda kjöt á hrauninu.
Tengdar fréttir Segjast hafa gætt varúðar þegar þeir kveiktu í dekkjum Arctic Trucks, sem hefur aðstoðað aðstandendur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear, segja að fyllsta öryggis hafi verið gætt þegar þeir létu kvikna í dekki á jeppabifreið í hraunjaðri eldgosins á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan á Hvolsvelli gagnrýndi þá félaga harðlega fyrir uppátækið og minntu á að aðstæður væru lífshættulegar við eldgosið. 8. apríl 2010 16:08 Svandís: Hegðun þáttagerðarmanna Top Gear verði rannsökuð Gæta þarf betur að umgengni ferðafólks upp að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Einkum nú þegar frost er að fara úr jörðu og jarðvegur verður viðkvæmur fyrir ágangi. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Hún vonast til þess að meintur utanvegaakstur þáttagerðamanna Top Gear verði rannsakaður. 10. apríl 2010 12:59 Top Gear í tíu tíma að komast að eldstöðvunum Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. 7. apríl 2010 12:32 Vill að Sýslumaður rannsaki ferðir Top Gear fólksins utan vega Umhverfisstofnun hefur sent Sýslumanninum á Hvolsvelli erindi og óskað eftir því að hann rannsaki meintan akstur sjónvarpsfólks úr Top Gear þáttunum utanvega á Fimmvörðuhálsi. 8. apríl 2010 17:56 Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13 Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Segjast hafa gætt varúðar þegar þeir kveiktu í dekkjum Arctic Trucks, sem hefur aðstoðað aðstandendur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear, segja að fyllsta öryggis hafi verið gætt þegar þeir létu kvikna í dekki á jeppabifreið í hraunjaðri eldgosins á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan á Hvolsvelli gagnrýndi þá félaga harðlega fyrir uppátækið og minntu á að aðstæður væru lífshættulegar við eldgosið. 8. apríl 2010 16:08
Svandís: Hegðun þáttagerðarmanna Top Gear verði rannsökuð Gæta þarf betur að umgengni ferðafólks upp að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Einkum nú þegar frost er að fara úr jörðu og jarðvegur verður viðkvæmur fyrir ágangi. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Hún vonast til þess að meintur utanvegaakstur þáttagerðamanna Top Gear verði rannsakaður. 10. apríl 2010 12:59
Top Gear í tíu tíma að komast að eldstöðvunum Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. 7. apríl 2010 12:32
Vill að Sýslumaður rannsaki ferðir Top Gear fólksins utan vega Umhverfisstofnun hefur sent Sýslumanninum á Hvolsvelli erindi og óskað eftir því að hann rannsaki meintan akstur sjónvarpsfólks úr Top Gear þáttunum utanvega á Fimmvörðuhálsi. 8. apríl 2010 17:56
Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13
Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45