Vilja lágreist raðhús á lóð St. Jósefskirkju 23. janúar 2010 04:45 Hugmynd að uppbyggingu Samkvæmt nýrri tillögu er gert ráð fyrir fimmtán íbúðum Búmanna fyrir fimmtíu ára og eldri í lágreistri byggð milli St. Jósefskirkju og leikskólans Hvamms.MYnd/Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur Tillaga um byggingu fimmtán íbúða á lóð St. Jósefskirkju liggur nú fyrir hjá skipulagsráði Hafnarfjarðar. „Í ljósi þess hve stór hópur Hafnfirðinga mótmælti harðlega fyrir tveimur árum þegar önnur tillaga um íbúðabyggð á þessu græna svæði var lögð fram af meirihluta Samfylkingarinnar, finnst mér tillagan nú algjör tímaskekkja,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks í skipulagsráðinu. Gísli Ó. Valdimarsson, sem situr í skipulagsráði fyrir meirihluta Samfylkingar og er formaður ráðsins, segir útfærsluna á byggðinni nú breytta frá því sem var í fyrri tillögu. „Það er minna umfang og lægri byggingar og samnýting við kirkjustarfið. Síðan er aðkoman öll frá Jófríðarstaðavegi en ekki frá raðhúsagötunni Staðarhvammi.“ Þetta segir Gísli helsta muninn á nýju og gömlu tillögunni. Fallið var frá gömlu tillögunni á sínum tíma, bæði vegna neikvæðra viðhorfa nágranna og andstöðu innan safnaðarins sjálfs. „Vitaskuld vill söfnuðurinn líta til einhvers konar nýtingar sem tengist kirkjunni,“ bendir Gísli á og segir að einmitt sé komið til móts við þessa ósk með því að söfnuðurinn geti nýtt sameiginlegt þjónusturými sem fylgja eigi nýju byggðinni. Gísli segir nýju tillöguna enn aðeins á hugmyndastigi en hún verði væntanlega fljótlega kynnt á almennum fundi þannig að fá megi viðbrögð úr umhverfinu. Um er að ræða fimmtán raðhús og þjónustubyggingu sem byggð verða af Búmönnum. Íbúðirnar eiga að vera innan við eitt hundrað fermetrar hver og eru ætlaðar fimmtíu ára og eldri. Í fyrri tillögunni var gert ráð fyrir íbúðum á almennan markað. Eins og áður segir setti söfnuðurinn sig á móti fyrri tillögunni og þar með á móti áformum yfirstjórnar kaþólsku kirkjunnar sem sá uppbygginguna sem leið til að grynnka á miklum skuldum. Eftir yfirlegu frá í haust lítur söfnuðurinn nú málið jákvæðum augum. Rósa Guðbjartsdóttir kveður sjálfstæðismenn telja að huga eigi að annarri nýtingu á þeim fallega stað sem um sé að ræða. „Einnig hef ég bent á að alls enginn skortur er á nýju íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði um þessar mundir. Reyndar eru hér hundruð óseldra íbúða í hverfum bæjarins sem skipulögð voru á þenslutímum,“ segir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. gar@frettabladid.is Gísli Ó. Valdimarsson Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Tillaga um byggingu fimmtán íbúða á lóð St. Jósefskirkju liggur nú fyrir hjá skipulagsráði Hafnarfjarðar. „Í ljósi þess hve stór hópur Hafnfirðinga mótmælti harðlega fyrir tveimur árum þegar önnur tillaga um íbúðabyggð á þessu græna svæði var lögð fram af meirihluta Samfylkingarinnar, finnst mér tillagan nú algjör tímaskekkja,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks í skipulagsráðinu. Gísli Ó. Valdimarsson, sem situr í skipulagsráði fyrir meirihluta Samfylkingar og er formaður ráðsins, segir útfærsluna á byggðinni nú breytta frá því sem var í fyrri tillögu. „Það er minna umfang og lægri byggingar og samnýting við kirkjustarfið. Síðan er aðkoman öll frá Jófríðarstaðavegi en ekki frá raðhúsagötunni Staðarhvammi.“ Þetta segir Gísli helsta muninn á nýju og gömlu tillögunni. Fallið var frá gömlu tillögunni á sínum tíma, bæði vegna neikvæðra viðhorfa nágranna og andstöðu innan safnaðarins sjálfs. „Vitaskuld vill söfnuðurinn líta til einhvers konar nýtingar sem tengist kirkjunni,“ bendir Gísli á og segir að einmitt sé komið til móts við þessa ósk með því að söfnuðurinn geti nýtt sameiginlegt þjónusturými sem fylgja eigi nýju byggðinni. Gísli segir nýju tillöguna enn aðeins á hugmyndastigi en hún verði væntanlega fljótlega kynnt á almennum fundi þannig að fá megi viðbrögð úr umhverfinu. Um er að ræða fimmtán raðhús og þjónustubyggingu sem byggð verða af Búmönnum. Íbúðirnar eiga að vera innan við eitt hundrað fermetrar hver og eru ætlaðar fimmtíu ára og eldri. Í fyrri tillögunni var gert ráð fyrir íbúðum á almennan markað. Eins og áður segir setti söfnuðurinn sig á móti fyrri tillögunni og þar með á móti áformum yfirstjórnar kaþólsku kirkjunnar sem sá uppbygginguna sem leið til að grynnka á miklum skuldum. Eftir yfirlegu frá í haust lítur söfnuðurinn nú málið jákvæðum augum. Rósa Guðbjartsdóttir kveður sjálfstæðismenn telja að huga eigi að annarri nýtingu á þeim fallega stað sem um sé að ræða. „Einnig hef ég bent á að alls enginn skortur er á nýju íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði um þessar mundir. Reyndar eru hér hundruð óseldra íbúða í hverfum bæjarins sem skipulögð voru á þenslutímum,“ segir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. gar@frettabladid.is Gísli Ó. Valdimarsson
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira