Söguskoðun sófaspekinga 27. mars 2010 06:00 Ófá íslensk mennta- og gáfumenni virðast endalaust geta framleitt hugmyndir sem til þess eru fallnar að skekkja eða veita furðulega mynd af þróun íslenskrar fiskveiðistjórnar. Ein þessara hugmynda er að um margra áratuga skeið hafi gengisfellingar til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg stuðlað að rýrnun kaupmáttar almennings (sjá t.d. ritstjórnargrein Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttablaðinu 25. mars sl.). Þessi söguskoðun er afar sérstök að því leyti að þegar á 7. og 8. áratug síðustu aldar bentu ýmsir virtir hagfræðingar á það að gengi íslensku krónunnar væri haldið óeðlilega háu með tilliti til framleiðsluþátta samfélagsins, þ.e. að hin einhæfa útflutningsstarfsemi leiddi til þess að sjávarútvegur greiddi í reynd auðlindaskatt til samfélagsins í formi of hás gengis. Þetta þýddi með öðrum orðum að reka átti sjávarútveg „á núlli" til að aðrir hagsmunaaðilar í samfélaginu gætu flutt inn vörur sem þeir ella hefðu ekki haft efni á. Þannig átti hagnaðinum af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar að vera dreift um allt samfélagið. Þegar óstjórn efnahagsmála og illa skipulagðar fiskveiðar í atvinnuskyni leiddu með reglulegu millibili til taprekstrar í sjávarútvegi þurfti að fella gengið til að atvinnugreinin næði núllstöðu. Slíkar gengisfellingar voru eingöngu staðfesting á agalausri efnahagsstjórn og vanhugsaðri fiskveiðistjórn en ekki birtingarmynd þess að sjávarútvegur væri dragbítur á efnahagslífið. Þetta skipulag hélt sér að mestu fram á upphaf tíunda áratugar síðustu aldar. Að mínu mati telst það til pólitískra afreka ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að hafa staðið fyrir samþykkt ótímabundinna laga um stjórn fiskveiða árið 1990. Þau lög höfðu þau áhrif að leyfilegur heildarafli í mörgum mikilvægum tegundum var að jafnaði ákveðinn í samræmi við tillögur fiskifræðinga í stað þess að ráðherra á hverjum tíma gæti alfarið hundsað álit þeirra og ákveðið mun hærri heildarafla. Lögin veittu atvinnugreininni sjálfri einnig tæki og tól til að veiða heildaraflann með sem lægstum tilkostnaði. Þetta var gert með því að skilgreina aflaheimildir til langs tíma, gera þær einstaklingsbundnar og framseljanlegar. Þrátt fyrir þó nokkur frávik frá þessu skipulagi hefur rekstur íslensks sjávarútvegs gengið vel síðan árið 1991, þ.e. hann hefur verið að jafnaði rekinn með hagnaði. Þessi ávinningur skilar sér til samfélagsins með margvíslegum hætti, svo sem hærri launum til þeirra sem starfa við sjávarútveg og hærri skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Það væri þarft verk fyrir marga sófaspekinga íslenskrar menntaelítu að kynna sér sögu íslenskrar fiskveiðistjórnar betur og bera hana t.d. saman við þróun fiskveiðistefnu Evrópusambandsins frá árinu 1983. Sé það gert af bærilegri sanngirni sést hversu stoltir Íslendingar geta verið af sínu fiskveiðistjórnkerfi. Það breytir því ekki að þessi árangur af íslenska kerfinu hefur kostað veruleg átök og fórnir. Þótt margt hefði mátt fara betur á þessari vegferð er auðvelt að glutra niður þeim árangri sem náðst hefur. Það mun að öllum líkindum gerast sé það einbeittur vilji stjórnmálamanna að taka upp kerfi sem stuðlar að ofveiði og efnahagslegri sóun. Höfundur er sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ófá íslensk mennta- og gáfumenni virðast endalaust geta framleitt hugmyndir sem til þess eru fallnar að skekkja eða veita furðulega mynd af þróun íslenskrar fiskveiðistjórnar. Ein þessara hugmynda er að um margra áratuga skeið hafi gengisfellingar til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg stuðlað að rýrnun kaupmáttar almennings (sjá t.d. ritstjórnargrein Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttablaðinu 25. mars sl.). Þessi söguskoðun er afar sérstök að því leyti að þegar á 7. og 8. áratug síðustu aldar bentu ýmsir virtir hagfræðingar á það að gengi íslensku krónunnar væri haldið óeðlilega háu með tilliti til framleiðsluþátta samfélagsins, þ.e. að hin einhæfa útflutningsstarfsemi leiddi til þess að sjávarútvegur greiddi í reynd auðlindaskatt til samfélagsins í formi of hás gengis. Þetta þýddi með öðrum orðum að reka átti sjávarútveg „á núlli" til að aðrir hagsmunaaðilar í samfélaginu gætu flutt inn vörur sem þeir ella hefðu ekki haft efni á. Þannig átti hagnaðinum af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar að vera dreift um allt samfélagið. Þegar óstjórn efnahagsmála og illa skipulagðar fiskveiðar í atvinnuskyni leiddu með reglulegu millibili til taprekstrar í sjávarútvegi þurfti að fella gengið til að atvinnugreinin næði núllstöðu. Slíkar gengisfellingar voru eingöngu staðfesting á agalausri efnahagsstjórn og vanhugsaðri fiskveiðistjórn en ekki birtingarmynd þess að sjávarútvegur væri dragbítur á efnahagslífið. Þetta skipulag hélt sér að mestu fram á upphaf tíunda áratugar síðustu aldar. Að mínu mati telst það til pólitískra afreka ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að hafa staðið fyrir samþykkt ótímabundinna laga um stjórn fiskveiða árið 1990. Þau lög höfðu þau áhrif að leyfilegur heildarafli í mörgum mikilvægum tegundum var að jafnaði ákveðinn í samræmi við tillögur fiskifræðinga í stað þess að ráðherra á hverjum tíma gæti alfarið hundsað álit þeirra og ákveðið mun hærri heildarafla. Lögin veittu atvinnugreininni sjálfri einnig tæki og tól til að veiða heildaraflann með sem lægstum tilkostnaði. Þetta var gert með því að skilgreina aflaheimildir til langs tíma, gera þær einstaklingsbundnar og framseljanlegar. Þrátt fyrir þó nokkur frávik frá þessu skipulagi hefur rekstur íslensks sjávarútvegs gengið vel síðan árið 1991, þ.e. hann hefur verið að jafnaði rekinn með hagnaði. Þessi ávinningur skilar sér til samfélagsins með margvíslegum hætti, svo sem hærri launum til þeirra sem starfa við sjávarútveg og hærri skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Það væri þarft verk fyrir marga sófaspekinga íslenskrar menntaelítu að kynna sér sögu íslenskrar fiskveiðistjórnar betur og bera hana t.d. saman við þróun fiskveiðistefnu Evrópusambandsins frá árinu 1983. Sé það gert af bærilegri sanngirni sést hversu stoltir Íslendingar geta verið af sínu fiskveiðistjórnkerfi. Það breytir því ekki að þessi árangur af íslenska kerfinu hefur kostað veruleg átök og fórnir. Þótt margt hefði mátt fara betur á þessari vegferð er auðvelt að glutra niður þeim árangri sem náðst hefur. Það mun að öllum líkindum gerast sé það einbeittur vilji stjórnmálamanna að taka upp kerfi sem stuðlar að ofveiði og efnahagslegri sóun. Höfundur er sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun