Söguskoðun sófaspekinga 27. mars 2010 06:00 Ófá íslensk mennta- og gáfumenni virðast endalaust geta framleitt hugmyndir sem til þess eru fallnar að skekkja eða veita furðulega mynd af þróun íslenskrar fiskveiðistjórnar. Ein þessara hugmynda er að um margra áratuga skeið hafi gengisfellingar til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg stuðlað að rýrnun kaupmáttar almennings (sjá t.d. ritstjórnargrein Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttablaðinu 25. mars sl.). Þessi söguskoðun er afar sérstök að því leyti að þegar á 7. og 8. áratug síðustu aldar bentu ýmsir virtir hagfræðingar á það að gengi íslensku krónunnar væri haldið óeðlilega háu með tilliti til framleiðsluþátta samfélagsins, þ.e. að hin einhæfa útflutningsstarfsemi leiddi til þess að sjávarútvegur greiddi í reynd auðlindaskatt til samfélagsins í formi of hás gengis. Þetta þýddi með öðrum orðum að reka átti sjávarútveg „á núlli" til að aðrir hagsmunaaðilar í samfélaginu gætu flutt inn vörur sem þeir ella hefðu ekki haft efni á. Þannig átti hagnaðinum af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar að vera dreift um allt samfélagið. Þegar óstjórn efnahagsmála og illa skipulagðar fiskveiðar í atvinnuskyni leiddu með reglulegu millibili til taprekstrar í sjávarútvegi þurfti að fella gengið til að atvinnugreinin næði núllstöðu. Slíkar gengisfellingar voru eingöngu staðfesting á agalausri efnahagsstjórn og vanhugsaðri fiskveiðistjórn en ekki birtingarmynd þess að sjávarútvegur væri dragbítur á efnahagslífið. Þetta skipulag hélt sér að mestu fram á upphaf tíunda áratugar síðustu aldar. Að mínu mati telst það til pólitískra afreka ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að hafa staðið fyrir samþykkt ótímabundinna laga um stjórn fiskveiða árið 1990. Þau lög höfðu þau áhrif að leyfilegur heildarafli í mörgum mikilvægum tegundum var að jafnaði ákveðinn í samræmi við tillögur fiskifræðinga í stað þess að ráðherra á hverjum tíma gæti alfarið hundsað álit þeirra og ákveðið mun hærri heildarafla. Lögin veittu atvinnugreininni sjálfri einnig tæki og tól til að veiða heildaraflann með sem lægstum tilkostnaði. Þetta var gert með því að skilgreina aflaheimildir til langs tíma, gera þær einstaklingsbundnar og framseljanlegar. Þrátt fyrir þó nokkur frávik frá þessu skipulagi hefur rekstur íslensks sjávarútvegs gengið vel síðan árið 1991, þ.e. hann hefur verið að jafnaði rekinn með hagnaði. Þessi ávinningur skilar sér til samfélagsins með margvíslegum hætti, svo sem hærri launum til þeirra sem starfa við sjávarútveg og hærri skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Það væri þarft verk fyrir marga sófaspekinga íslenskrar menntaelítu að kynna sér sögu íslenskrar fiskveiðistjórnar betur og bera hana t.d. saman við þróun fiskveiðistefnu Evrópusambandsins frá árinu 1983. Sé það gert af bærilegri sanngirni sést hversu stoltir Íslendingar geta verið af sínu fiskveiðistjórnkerfi. Það breytir því ekki að þessi árangur af íslenska kerfinu hefur kostað veruleg átök og fórnir. Þótt margt hefði mátt fara betur á þessari vegferð er auðvelt að glutra niður þeim árangri sem náðst hefur. Það mun að öllum líkindum gerast sé það einbeittur vilji stjórnmálamanna að taka upp kerfi sem stuðlar að ofveiði og efnahagslegri sóun. Höfundur er sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ófá íslensk mennta- og gáfumenni virðast endalaust geta framleitt hugmyndir sem til þess eru fallnar að skekkja eða veita furðulega mynd af þróun íslenskrar fiskveiðistjórnar. Ein þessara hugmynda er að um margra áratuga skeið hafi gengisfellingar til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg stuðlað að rýrnun kaupmáttar almennings (sjá t.d. ritstjórnargrein Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttablaðinu 25. mars sl.). Þessi söguskoðun er afar sérstök að því leyti að þegar á 7. og 8. áratug síðustu aldar bentu ýmsir virtir hagfræðingar á það að gengi íslensku krónunnar væri haldið óeðlilega háu með tilliti til framleiðsluþátta samfélagsins, þ.e. að hin einhæfa útflutningsstarfsemi leiddi til þess að sjávarútvegur greiddi í reynd auðlindaskatt til samfélagsins í formi of hás gengis. Þetta þýddi með öðrum orðum að reka átti sjávarútveg „á núlli" til að aðrir hagsmunaaðilar í samfélaginu gætu flutt inn vörur sem þeir ella hefðu ekki haft efni á. Þannig átti hagnaðinum af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar að vera dreift um allt samfélagið. Þegar óstjórn efnahagsmála og illa skipulagðar fiskveiðar í atvinnuskyni leiddu með reglulegu millibili til taprekstrar í sjávarútvegi þurfti að fella gengið til að atvinnugreinin næði núllstöðu. Slíkar gengisfellingar voru eingöngu staðfesting á agalausri efnahagsstjórn og vanhugsaðri fiskveiðistjórn en ekki birtingarmynd þess að sjávarútvegur væri dragbítur á efnahagslífið. Þetta skipulag hélt sér að mestu fram á upphaf tíunda áratugar síðustu aldar. Að mínu mati telst það til pólitískra afreka ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að hafa staðið fyrir samþykkt ótímabundinna laga um stjórn fiskveiða árið 1990. Þau lög höfðu þau áhrif að leyfilegur heildarafli í mörgum mikilvægum tegundum var að jafnaði ákveðinn í samræmi við tillögur fiskifræðinga í stað þess að ráðherra á hverjum tíma gæti alfarið hundsað álit þeirra og ákveðið mun hærri heildarafla. Lögin veittu atvinnugreininni sjálfri einnig tæki og tól til að veiða heildaraflann með sem lægstum tilkostnaði. Þetta var gert með því að skilgreina aflaheimildir til langs tíma, gera þær einstaklingsbundnar og framseljanlegar. Þrátt fyrir þó nokkur frávik frá þessu skipulagi hefur rekstur íslensks sjávarútvegs gengið vel síðan árið 1991, þ.e. hann hefur verið að jafnaði rekinn með hagnaði. Þessi ávinningur skilar sér til samfélagsins með margvíslegum hætti, svo sem hærri launum til þeirra sem starfa við sjávarútveg og hærri skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Það væri þarft verk fyrir marga sófaspekinga íslenskrar menntaelítu að kynna sér sögu íslenskrar fiskveiðistjórnar betur og bera hana t.d. saman við þróun fiskveiðistefnu Evrópusambandsins frá árinu 1983. Sé það gert af bærilegri sanngirni sést hversu stoltir Íslendingar geta verið af sínu fiskveiðistjórnkerfi. Það breytir því ekki að þessi árangur af íslenska kerfinu hefur kostað veruleg átök og fórnir. Þótt margt hefði mátt fara betur á þessari vegferð er auðvelt að glutra niður þeim árangri sem náðst hefur. Það mun að öllum líkindum gerast sé það einbeittur vilji stjórnmálamanna að taka upp kerfi sem stuðlar að ofveiði og efnahagslegri sóun. Höfundur er sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun