Í eltingaleik við skýstrokka 27. febrúar 2010 06:00 Alistair Chapman starfar við að þefa uppi skýstrokka. Hann segist vera háður starfinu og getur ekki hugsað sér að gera neitt annað. fréttablaðið/valli Englendingurinn Alister Chapman starfar við að þefa uppi skýstrokka og ná af þeim myndum. Hann hefur séð 61 skýstrokk með berum augum og lýsir upplifuninni sem spennuþrungnu adrenalín-stuði. Alister Chapman var staddur hér á landi á föstudag til að halda erindi hjá Sense, dótturfélagi Nýherja, um sjónvarp á vefnum og þrívíddar-upptökutækni sem hann hefur nýtt sér í starfi sínu. Slík tækni hefur verið að ryðja sér til rúms að undanförnu og vill Chapman miðla af reynslu sinni til Íslendinga. Þessi geðþekki náungi hefur alla ævi haft mikinn áhuga á skýstrokkum og alls kyns óveðri og fór það ekki á milli mála í viðtalinu við Fréttablaðið. Áhuginn skein út úr augum hans og greinilegt að hann er á réttri hillu í lífinu, þótt óvenjuleg sé. „Alveg síðan ég var lítill drengur hef ég haft mikinn áhuga á óveðri. Það var kannski mikill stormur úti og mamma faldi sig í skápnum undir stiganum heima á meðan ég var úti í glugga og horfði á eldingarnar,“ segir Chapman. Heillaðist af Twister í bíófEftir að hann sá kvikmyndina Twister, sem fjallaði um fólk sem elti uppi skýstrokka, fékk hann hugmynd að sjónvarpsþáttum sem National Geographic ákvað í framhaldinu að sýna. Síðan þá hefur hann eytt mánuði við upptökur á skýstrokkum og fellibyljum í Bandaríkjunum á hverju ári. Myndefnið selur hann víðs vegar um heiminn. „Kvikmyndin Twister var tiltölulega nýkomin út og ég heillaðist af henni. Þá fór ég að rannsaka málið og komst að því að maður gæti í raun og veru borgað fyrir að fá að elta uppi skýstrokka. Það hljómaði spennandi en kostaði þrjú þúsund dollara og var allt of dýrt fyrir mig,“ segir Chapman, sem sannfærði þá National Geographic um að ganga til liðs við sig. „Þannig að þau borguðu mér fyrir að elta skýstrokka,“ segir hann og ljómar allur í framan. „Fyrsti þátturinn okkar var um enskt par sem á 25 ára brúðkaupsafmæli sínu ákvað að elta skýstrokka. Á fjórða kvöldinu okkar sáum við ellefu skýstrokka. Við komumst mjög nálægt þeim og það var spennuþrungnasta stund lífs míns. Adrenalínið flæddi um æðar mínar. Frá þessari stundu var ég orðinn háður þessu og vildi meira.“ Lenti í miðjum skýstrokkiUm eitt hundrað manns starfa við að leita uppi skýstrokka og óveður rétt eins og Chapman. Þetta er snúið starf sem krefst mikillar nákvæmni og góðrar þekkingar á veðurfræði, enda eru Bandaríkin gríðarstór og alls ekki auðvelt að finna það sem menn leita að. Allt verður að ganga upp til að Chapman og félagar aki ekki hundruð kílómetra á sendiferðabíl sínum í erindisleysu. Chapman hefur aldrei slasast alvarlega í starfi sínu, aðeins fengið nokkra marbletti og skrámur. „Ef þú býrð á svæði þar sem skýstrokkar eru algengir og þú fylgist ekki með veðrinu geta þeir rifið þakið af húsinu þínu með hræðilegum afleiðingum. En þegar þú ert að leita að skýstrokkum eins og við með radara og allar upplýsingar við hendina þá vitum við miklu meira en þetta fólk hvað er um að vera. Að því leytinu til er þetta frekar hættulítið,“ segir hann. Einu sinni lenti hann þó í mikilli hættu þegar skýstrokkur myndaðist fyrir ofan sendiferðabílinn þeirra. „Hann var rétt að byrja að myndast þannig að við ókum bara í burtu eins hratt og við gátum. Sem betur fer var þetta ekki risastór skýstrokkur þannig að við sluppum en hann elti okkur samt í 48 kílómetra. Við horfðum í baksýnisspegilinn og hugsuðum sífellt með okkur að núna væri hann að ná okkur.“ Hann bætir við að mikil hætta geti skapast vegna eldinganna í kringum skýstrokkanna og næst hafi þær komist um tuttugu metra frá honum. Chapman er kvæntur og á tíu ára dóttur. Hann viðurkennir að eiginkonan hafi áhyggjur af sér en umberi starfið vegna peninganna sem það gefi af sér. Dóttir hans getur aftur á móti ekki beðið eftir að feta í fótspor hans. „Ég sagði henni að hún þyrfti að bíða þangað til hún yrði eldri svo hún gæti tekið upplýstari ákvörðun, því þetta er jú hættulegt.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira
Englendingurinn Alister Chapman starfar við að þefa uppi skýstrokka og ná af þeim myndum. Hann hefur séð 61 skýstrokk með berum augum og lýsir upplifuninni sem spennuþrungnu adrenalín-stuði. Alister Chapman var staddur hér á landi á föstudag til að halda erindi hjá Sense, dótturfélagi Nýherja, um sjónvarp á vefnum og þrívíddar-upptökutækni sem hann hefur nýtt sér í starfi sínu. Slík tækni hefur verið að ryðja sér til rúms að undanförnu og vill Chapman miðla af reynslu sinni til Íslendinga. Þessi geðþekki náungi hefur alla ævi haft mikinn áhuga á skýstrokkum og alls kyns óveðri og fór það ekki á milli mála í viðtalinu við Fréttablaðið. Áhuginn skein út úr augum hans og greinilegt að hann er á réttri hillu í lífinu, þótt óvenjuleg sé. „Alveg síðan ég var lítill drengur hef ég haft mikinn áhuga á óveðri. Það var kannski mikill stormur úti og mamma faldi sig í skápnum undir stiganum heima á meðan ég var úti í glugga og horfði á eldingarnar,“ segir Chapman. Heillaðist af Twister í bíófEftir að hann sá kvikmyndina Twister, sem fjallaði um fólk sem elti uppi skýstrokka, fékk hann hugmynd að sjónvarpsþáttum sem National Geographic ákvað í framhaldinu að sýna. Síðan þá hefur hann eytt mánuði við upptökur á skýstrokkum og fellibyljum í Bandaríkjunum á hverju ári. Myndefnið selur hann víðs vegar um heiminn. „Kvikmyndin Twister var tiltölulega nýkomin út og ég heillaðist af henni. Þá fór ég að rannsaka málið og komst að því að maður gæti í raun og veru borgað fyrir að fá að elta uppi skýstrokka. Það hljómaði spennandi en kostaði þrjú þúsund dollara og var allt of dýrt fyrir mig,“ segir Chapman, sem sannfærði þá National Geographic um að ganga til liðs við sig. „Þannig að þau borguðu mér fyrir að elta skýstrokka,“ segir hann og ljómar allur í framan. „Fyrsti þátturinn okkar var um enskt par sem á 25 ára brúðkaupsafmæli sínu ákvað að elta skýstrokka. Á fjórða kvöldinu okkar sáum við ellefu skýstrokka. Við komumst mjög nálægt þeim og það var spennuþrungnasta stund lífs míns. Adrenalínið flæddi um æðar mínar. Frá þessari stundu var ég orðinn háður þessu og vildi meira.“ Lenti í miðjum skýstrokkiUm eitt hundrað manns starfa við að leita uppi skýstrokka og óveður rétt eins og Chapman. Þetta er snúið starf sem krefst mikillar nákvæmni og góðrar þekkingar á veðurfræði, enda eru Bandaríkin gríðarstór og alls ekki auðvelt að finna það sem menn leita að. Allt verður að ganga upp til að Chapman og félagar aki ekki hundruð kílómetra á sendiferðabíl sínum í erindisleysu. Chapman hefur aldrei slasast alvarlega í starfi sínu, aðeins fengið nokkra marbletti og skrámur. „Ef þú býrð á svæði þar sem skýstrokkar eru algengir og þú fylgist ekki með veðrinu geta þeir rifið þakið af húsinu þínu með hræðilegum afleiðingum. En þegar þú ert að leita að skýstrokkum eins og við með radara og allar upplýsingar við hendina þá vitum við miklu meira en þetta fólk hvað er um að vera. Að því leytinu til er þetta frekar hættulítið,“ segir hann. Einu sinni lenti hann þó í mikilli hættu þegar skýstrokkur myndaðist fyrir ofan sendiferðabílinn þeirra. „Hann var rétt að byrja að myndast þannig að við ókum bara í burtu eins hratt og við gátum. Sem betur fer var þetta ekki risastór skýstrokkur þannig að við sluppum en hann elti okkur samt í 48 kílómetra. Við horfðum í baksýnisspegilinn og hugsuðum sífellt með okkur að núna væri hann að ná okkur.“ Hann bætir við að mikil hætta geti skapast vegna eldinganna í kringum skýstrokkanna og næst hafi þær komist um tuttugu metra frá honum. Chapman er kvæntur og á tíu ára dóttur. Hann viðurkennir að eiginkonan hafi áhyggjur af sér en umberi starfið vegna peninganna sem það gefi af sér. Dóttir hans getur aftur á móti ekki beðið eftir að feta í fótspor hans. „Ég sagði henni að hún þyrfti að bíða þangað til hún yrði eldri svo hún gæti tekið upplýstari ákvörðun, því þetta er jú hættulegt.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira