Handbolti

Leikir dagsins á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi stuðningsmaður Króatíu var hress í gær.
Þessi stuðningsmaður Króatíu var hress í gær.

Það er enginn hvíldardagur á EM í dag þó svo Ísland sé ekki að spila en leikið er i C og D-riðlum keppninnar í dag.

Um afar áhugaverða leiki er að ræða. Slóvenar komu skemmtilega á óvart með því að leggja Svía og mæta Þjóðverjum sem verða að vinna.

Pólland og Svíþjóð mætast síðan væntanlega í hörkuleik. Þann leik verða Svíar helst að vinna.

Frakkar fá svo tækifæri til þess að hysja upp um sig gegn Tékkum og munu örugglega gera það. Það verður einnig áhugavert að sjá hvað Ungverjar gera gegn Spánverjum en þeir komu afar mikið á óvart með flottum leik gegn Frökkum í gær.

Leikir dagsins:

C-riðill:

17.30 Slóvenía - Þýskaland

19.30 Pólland - Svíþjóð

D-riðill:

17.15 Tékkland - Frakkland

19.15 Ungverjaland - Spánn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×