Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa Erla Hlynsdóttir skrifar 16. nóvember 2010 11:26 Valinkunnir neyslufrömuðir sem Rannsóknasetur verslunarinnar fékk til liðs við sig hafa valið íslenska lopapeysu sem jólagjöf ársins 2010. Það er nú orðið árvisst að Rannsóknasetrið velji jólagjöf ársins. Á síðasta ári var jólagjöf ársins „jákvæð upplifun" og árið 2008 var það íslensk hönnun. Árin þar áður hafði kveðið við annan tón en árið 2007 var jólagjöf ársins GPS staðsetningartæki og árið 2006 var hún ávaxta- og grænmetispressa. Rökstuðningur dómnefndarinnar fyrir vali á lopapeysu í ár er að lopapeysa er vara semhefur gengið í endurnýjun lífdaga og er í raun orðin meiri tískuvara en nokkru sinni fyrr. Lopapeysa er ekki aðeins algeng hversdagsflík heldur er sífellt algengara að fólk mæti í lopapeysum á mannamótum. Lopi og lopapeysur seljast sem aldrei fyrr. Þannig er oftast þröng á þingi í hannyrðabúðum og þar sem prjónaflíkur eru seldar og prjónablöð og bækur eru ofarlega á metsölulistum bókaverslana. Þá er það mat jólagjafanefndar að lopapeysa falli vel að tíðarandanum. Prjónaskapur er stundaður sem aldrei fyrr, bæði af konum og körlum. Víða hafa orðið til prjónaklúbbar þar sem ekki er aðeins setið og prjónað heldur skiptst á mynstrum og uppskriftum af lopapeysum, hnepptum og heilum, í mismunandi litum og sniðum. Hvar sem fólk kemur saman er prjónað. Einnig er algengt að hefðbundið lopapeysumynstur sé notað í hönnun á öðrum fötum eins og stuttermabolum og ullarjökkum. Mynstrið er einnig notað á sérvéttum og íslenskum skrautmunum af ýmsum gerðum. Neyslufrömuðir Rannsóknarsetursins sem völdu jólagjöfina í ár eru Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, markaðsráðgjafi, Ingibjörg Magnúsdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna, Sævar Kristinsson, framkvæmdastjóri Netspors ehf. og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands Valið var úr miklum fjölda hugmynda sem bárust. Haukur Harðarsson sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins lagði til þá hugmynd sem varð fyrir valinu. Rannsóknarsetrið spáir því að jólaverslunin verði óbreytt að raunvirði frá síðasta ári en vegna verðhækkana verði veltan 4% meiri í krónum talið. Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana í nóvember og desember verði tæplega 60 milljarðar króna án virðisaukaskatts. Ætla má að hver Íslendingur verji að meðaltali 39.500 kr. til innkaupa sem rekja má til jólahaldsins. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Valinkunnir neyslufrömuðir sem Rannsóknasetur verslunarinnar fékk til liðs við sig hafa valið íslenska lopapeysu sem jólagjöf ársins 2010. Það er nú orðið árvisst að Rannsóknasetrið velji jólagjöf ársins. Á síðasta ári var jólagjöf ársins „jákvæð upplifun" og árið 2008 var það íslensk hönnun. Árin þar áður hafði kveðið við annan tón en árið 2007 var jólagjöf ársins GPS staðsetningartæki og árið 2006 var hún ávaxta- og grænmetispressa. Rökstuðningur dómnefndarinnar fyrir vali á lopapeysu í ár er að lopapeysa er vara semhefur gengið í endurnýjun lífdaga og er í raun orðin meiri tískuvara en nokkru sinni fyrr. Lopapeysa er ekki aðeins algeng hversdagsflík heldur er sífellt algengara að fólk mæti í lopapeysum á mannamótum. Lopi og lopapeysur seljast sem aldrei fyrr. Þannig er oftast þröng á þingi í hannyrðabúðum og þar sem prjónaflíkur eru seldar og prjónablöð og bækur eru ofarlega á metsölulistum bókaverslana. Þá er það mat jólagjafanefndar að lopapeysa falli vel að tíðarandanum. Prjónaskapur er stundaður sem aldrei fyrr, bæði af konum og körlum. Víða hafa orðið til prjónaklúbbar þar sem ekki er aðeins setið og prjónað heldur skiptst á mynstrum og uppskriftum af lopapeysum, hnepptum og heilum, í mismunandi litum og sniðum. Hvar sem fólk kemur saman er prjónað. Einnig er algengt að hefðbundið lopapeysumynstur sé notað í hönnun á öðrum fötum eins og stuttermabolum og ullarjökkum. Mynstrið er einnig notað á sérvéttum og íslenskum skrautmunum af ýmsum gerðum. Neyslufrömuðir Rannsóknarsetursins sem völdu jólagjöfina í ár eru Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, markaðsráðgjafi, Ingibjörg Magnúsdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna, Sævar Kristinsson, framkvæmdastjóri Netspors ehf. og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands Valið var úr miklum fjölda hugmynda sem bárust. Haukur Harðarsson sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins lagði til þá hugmynd sem varð fyrir valinu. Rannsóknarsetrið spáir því að jólaverslunin verði óbreytt að raunvirði frá síðasta ári en vegna verðhækkana verði veltan 4% meiri í krónum talið. Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana í nóvember og desember verði tæplega 60 milljarðar króna án virðisaukaskatts. Ætla má að hver Íslendingur verji að meðaltali 39.500 kr. til innkaupa sem rekja má til jólahaldsins.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira