Lífið

Myndir af tónleikagestum Amadou & Mariam

Hjónin frá Malí skemmtu áhorfendum Laugardalshallarinnar með hressilegum tónlistarkokkteil.
Hjónin frá Malí skemmtu áhorfendum Laugardalshallarinnar með hressilegum tónlistarkokkteil.

Blindu hjónin Amadou & Mariam héldu vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll á miðvikudag ásamt hljómsveit sinni. Um var að ræða opnunartónleika Listahátíðar í Reykjavík sem stendur yfir til 5. júní.

Amadou & Mariam, sem eru frá Malí, hafa vakið heimsathygli fyrir einstakan og líflegan tónlistarbræðing og var góður rómur gerður að frammistöðu þeirra í Höllinni.

Sýndu þau að það er engin tilviljun að þau hafa spilað fyrir Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og með flytjendum á borð við Coldplay, Damon Albarn og Manu Chao.

Í myndasafninu að neðan má sjá myndir af tónleikagestum í Laugardalshöllinni á miðvikudag.

Jón Gunnar, Alexander, Rakel Sif og Eygló skemmtu sér vel í Höllinni.
Tómas Ken og Þóra S. Magnúsdóttir voru á meðal gesta.
Ólafur og Fríða voru brosmild og hress á tónleikunum.
Hrefna og Elín létu sig ekki vanta í Laugadalshöllina.
Helga Bryndís og Edda Hrönn hlýddu á líflegan tónlistarbræðinginn.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.