Amadou og Mariam: fjórar stjörnur 14. maí 2010 20:00 Amadou og Mariam unnu hugi og hjörtu tónleikagesta í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. Fréttablaðið/Valli Blindu hjónin stóðu fyrir sínuTónleikar **** Amadou & Mariam Laugardalshöll 12. maí Listahátíð í ReykjavíkÞað var nokkuð þétt setið í Laugardalshöll þegar upphitunarsveitin Retro Stefson hóf leik stundvíslega klukkan hálf níu á miðvikudagskvöldið. Þessi sjö manna hljómsveit fyllti skemmtilega út í sviðið í Höllinni og náði strax upp fínni stemningu með fjörmiklu danspoppinu sínu. Þau fengu áheyrendur til að standa upp og hreyfa sig, stíga dansspor og fallast í faðma.Í fljótu bragði get ég ekki séð að önnur sveit hefði hentað betur til að hita upp fyrir aðalnúmer kvöldsins. Retro Stefson er alltaf að verða þéttari og þéttari, en maður er samt farinn að fá svolítinn leiða á að heyra alltaf sömu lögin hjá þeim. Fyrir stóran hluta áhorfenda í Höllinni sem var eflaust að sjá þau í fyrsta skipti hefur það ekki verið vandamál.Eftir stutt hlé komu svo Amadou og Mariam á sviðið ásamt fjögurra manna hljómsveit. Amadou spilaði sjálfur á gítar, en auk hans voru hljómborðsleikari, bassaleikari, trommuleikari og slagverksleikari í hljómsveitinni. Eftir stutta kynningu byrjuðu þau á titillagi nýjustu plötu sveitarinnar, Welcome to Mali og svo komu lögin hvert af öðru, Magossa, Batoma, Afrika, Masitelati…Stemningin var frekar erfið í byrjun. Flestir sátu sem fastast þrátt fyrir smitandi grúvið og það var eins og enginn þyrði að fara á dansgólfið sem hafði verið útbúið fyrir framan sviðið af ótta við að loka á útsýni þeirra sem sátu á fremsta bekk. Það tók heldur enginn undir þegar Amadou hvatti áheyrendur til að syngja með í laginu Ce n'est pas bon, enda fæstir í salnum með frönskuna á hreinu.En smám saman hitnaði í salnum. Eftir að Mariam hafði yfirgefið sviðið í nokkur lög kom hún aftur og söng smellinn sem þau gerðu með Damon Albarn, Sabali, við góðar undirtektir. Og svo gerðist það allt í einu að hópurinn sem dansaði aftast í salnum stormaði fram að sviðinu og skömmu seinna höfðu flestir í salnum staðið upp og hreyfðu sig í takt við tónlistina. Eftir það var stemningin allt önnur.Amadou og Mariam er hörku tónleikasveit. Tónlistin er sambland af afrískum ryþma, poppi og rokki.Hljóðfæraleikararnir voru allir fyrsta flokks og skiptust á að sýna snilldartakta, en það sem dreif tónlistina áfram og er grunnur hennar er gítarleikur Amadous. Frábær gítarleikari!Eftir uppklapp tók sveitin nokkur lög til viðbótar. Fyrst tóku þau Je pense à toi, sem er einn elsti smellurinn þeirra og eitt af þessum fullkomnu popplögum. Amadou og Mariam lokuðu svo dagskránni sem hafði staðið í tæpa tvo klukkutíma með gleðisöngnum Beaux dimanches af Dimanche à Bamako, plötunni sem þau gerðu með Manu Chao. Flottur endir á frábærum tónleikum.Það hefur skapast hefð fyrir því að bjóða upp á heimstónlist á Listahátíð og er það vel. Tónleikar Amadou og Mariam bætast í hóp margra skemmtilegra heimstónlistartónleika á hátíðinni undanfarin ár.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Blindu hjónin frá Malí skiluðu frábærum tónleikum í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið.Hér er myndband við lagið Je pense à toi Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Blindu hjónin stóðu fyrir sínuTónleikar **** Amadou & Mariam Laugardalshöll 12. maí Listahátíð í ReykjavíkÞað var nokkuð þétt setið í Laugardalshöll þegar upphitunarsveitin Retro Stefson hóf leik stundvíslega klukkan hálf níu á miðvikudagskvöldið. Þessi sjö manna hljómsveit fyllti skemmtilega út í sviðið í Höllinni og náði strax upp fínni stemningu með fjörmiklu danspoppinu sínu. Þau fengu áheyrendur til að standa upp og hreyfa sig, stíga dansspor og fallast í faðma.Í fljótu bragði get ég ekki séð að önnur sveit hefði hentað betur til að hita upp fyrir aðalnúmer kvöldsins. Retro Stefson er alltaf að verða þéttari og þéttari, en maður er samt farinn að fá svolítinn leiða á að heyra alltaf sömu lögin hjá þeim. Fyrir stóran hluta áhorfenda í Höllinni sem var eflaust að sjá þau í fyrsta skipti hefur það ekki verið vandamál.Eftir stutt hlé komu svo Amadou og Mariam á sviðið ásamt fjögurra manna hljómsveit. Amadou spilaði sjálfur á gítar, en auk hans voru hljómborðsleikari, bassaleikari, trommuleikari og slagverksleikari í hljómsveitinni. Eftir stutta kynningu byrjuðu þau á titillagi nýjustu plötu sveitarinnar, Welcome to Mali og svo komu lögin hvert af öðru, Magossa, Batoma, Afrika, Masitelati…Stemningin var frekar erfið í byrjun. Flestir sátu sem fastast þrátt fyrir smitandi grúvið og það var eins og enginn þyrði að fara á dansgólfið sem hafði verið útbúið fyrir framan sviðið af ótta við að loka á útsýni þeirra sem sátu á fremsta bekk. Það tók heldur enginn undir þegar Amadou hvatti áheyrendur til að syngja með í laginu Ce n'est pas bon, enda fæstir í salnum með frönskuna á hreinu.En smám saman hitnaði í salnum. Eftir að Mariam hafði yfirgefið sviðið í nokkur lög kom hún aftur og söng smellinn sem þau gerðu með Damon Albarn, Sabali, við góðar undirtektir. Og svo gerðist það allt í einu að hópurinn sem dansaði aftast í salnum stormaði fram að sviðinu og skömmu seinna höfðu flestir í salnum staðið upp og hreyfðu sig í takt við tónlistina. Eftir það var stemningin allt önnur.Amadou og Mariam er hörku tónleikasveit. Tónlistin er sambland af afrískum ryþma, poppi og rokki.Hljóðfæraleikararnir voru allir fyrsta flokks og skiptust á að sýna snilldartakta, en það sem dreif tónlistina áfram og er grunnur hennar er gítarleikur Amadous. Frábær gítarleikari!Eftir uppklapp tók sveitin nokkur lög til viðbótar. Fyrst tóku þau Je pense à toi, sem er einn elsti smellurinn þeirra og eitt af þessum fullkomnu popplögum. Amadou og Mariam lokuðu svo dagskránni sem hafði staðið í tæpa tvo klukkutíma með gleðisöngnum Beaux dimanches af Dimanche à Bamako, plötunni sem þau gerðu með Manu Chao. Flottur endir á frábærum tónleikum.Það hefur skapast hefð fyrir því að bjóða upp á heimstónlist á Listahátíð og er það vel. Tónleikar Amadou og Mariam bætast í hóp margra skemmtilegra heimstónlistartónleika á hátíðinni undanfarin ár.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Blindu hjónin frá Malí skiluðu frábærum tónleikum í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið.Hér er myndband við lagið Je pense à toi
Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira