Innlent

Óveður á Kjalarnesi

Hestar á Kjarnesi. Myndin er úr safni.
Hestar á Kjarnesi. Myndin er úr safni. Mynd / Valli

Það eru hálkublettir á Sandskeiði, Bláfjallavegi og Mosfellsheiði samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þá er Óveður á Kjalarnesi.

Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur bæði á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er ófært á Klettshálsi og Þröskuldum en fært er um Strandir. Þungfært er í utanverðu Ísafjarðardjúpi.

Á Norðurlandi vestra er víða skafrenningur. Ófært er yfir Þverárfjall.

Talsverð ofankoma er um Norðurland austanvert. Þæfingsfærð er frá Akureyri til Grenivíkur. Eins er þæfingsfærð á Tjörnesi og til Raufarhafnar en ófært á Hálsum. Stórhríð er á Hólasandi.

Á Austurlandi er víða farið að snjóa. Vopnafjarðarheiði ófær og þæfingur á Möðrudalsöræfum. Annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum.  Á Suðausturlandi er hálka úr Öræfum og vestur fyrir Vík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×