Lífið

Bróðir Cheryl Cole rændi pósthús með sveðju

Söngkonan og tískutáknið á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hún stendur í erfiðum skilnaði og nú er bróðir hennar á leið í steininn.
Nordicphotos/Getty
Söngkonan og tískutáknið á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hún stendur í erfiðum skilnaði og nú er bróðir hennar á leið í steininn. Nordicphotos/Getty

Bróðir bresku söngkonunnar Cheryl Cole hefur verið ákærður fyrir að ræna pósthús. Andrew Tweedy, 29 ára, er í haldi lögreglu, sakaður um að eiga þátt í ráninu þar sem nokkrir menn vopnaðir byssu og sveðju ógnuðu starfsfólki og komust undan með þúsundir punda.

Tweedy er upprunalegt ættarnafn Cheryl en hún tók upp Cole-nafnið þegar hún giftist fótboltamanninum Ashley Cole.

Breska dagblaðið The Sun greinir frá því að lögregla hafi yfirheyrt níu manns vegna málsins. Þar á meðal hafi verið Emma Stanners sem er kærasta Tweedy og barnsmóðir hans. Hún er ákærð fyrir peningaþvætti.

Gæfulegur. Mynd af umræddum bróður.
Bróðirinn hefur margoft lent í veseni áður og hefur Cheryl oft komið honum til hjálpar. Nú finnst henni of langt gengið og hefur hún neitað að borga lögfræðikostnaðinn fyrir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.