Þremur Hollendingum sleppt - fjórir í haldi í Hollandi Breki Logason. skrifar 18. maí 2010 18:38 Þremur Hollendingum, sem handteknir voru á Seyðisfirði í tengslum við smygl á þremur tonnum af hassi, var sleppt í gærkvöldi. Fjórir eru í haldi í Hollandi vegna málsins. Mennirnir komu til landsins á laugardag á þessum 100 tonna stálbáti sem skráður er á Saint Vincent eyjuna í Karíbahafi. Báturinn var nokkuð laskaður þegar hann kom til hafnar og var aftari mastur hans meðal annars brotið, auk þess sem hann er töluvert rispaður á annarri hliðinni. Ítarleg leit var gerð um borð þar sem notast varið fíkniefnahunda og kafara. En engin fíkniefni fundust. Ef marka má fréttir úr hollenskum fjölmiðlum, var strandgæslan við reglubundið eftirlit í norðursjó á föstudag þegar þeir urðu varir við skútuna úr lofti. Haft var samband við áhöfnina en skýringar þeirra á veru sinni þar vöktu upp grunsemdir. Á laugardag var síðan farið um borð og fundust þá tonnin þrjú, en fjögurra manna áhöfn skútunnar var í kjölfarið handtekin. Yfirheyrslur leiddu síðan í ljós að hugsanlega ætti annað skip hlut að máli. Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefndadeildar vill lítið tjá sig um málið, en segir að ekki hafa verið talið nauðsynlegt að halda mönnum lengur. Hann vill ekkert gefa upp um aðkomu bátsins á Seyðisfirði við málið í Hollandi en eftir því sem fréttastofa kemst næst er grunur um að fíkniefnin hafi verið flutt úr bátnum yfir í skútuna úti á sjó. Skemmdir á skipinu bendi til þess. Ekki fæst uppgefið hvaðan skipið var að koma. Hollendingarnir á Seyðisfirði sögðust vera á leið til Grænlands en þeir eru nú frjálsir ferða sinna. Þeir fara þó ekki langt á skipinu þar sem það er ekki haffært. Rannsókn er enn í fullum gangi, þrátt fyrir að mönnunum hafi verið sleppt. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Þremur Hollendingum, sem handteknir voru á Seyðisfirði í tengslum við smygl á þremur tonnum af hassi, var sleppt í gærkvöldi. Fjórir eru í haldi í Hollandi vegna málsins. Mennirnir komu til landsins á laugardag á þessum 100 tonna stálbáti sem skráður er á Saint Vincent eyjuna í Karíbahafi. Báturinn var nokkuð laskaður þegar hann kom til hafnar og var aftari mastur hans meðal annars brotið, auk þess sem hann er töluvert rispaður á annarri hliðinni. Ítarleg leit var gerð um borð þar sem notast varið fíkniefnahunda og kafara. En engin fíkniefni fundust. Ef marka má fréttir úr hollenskum fjölmiðlum, var strandgæslan við reglubundið eftirlit í norðursjó á föstudag þegar þeir urðu varir við skútuna úr lofti. Haft var samband við áhöfnina en skýringar þeirra á veru sinni þar vöktu upp grunsemdir. Á laugardag var síðan farið um borð og fundust þá tonnin þrjú, en fjögurra manna áhöfn skútunnar var í kjölfarið handtekin. Yfirheyrslur leiddu síðan í ljós að hugsanlega ætti annað skip hlut að máli. Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefndadeildar vill lítið tjá sig um málið, en segir að ekki hafa verið talið nauðsynlegt að halda mönnum lengur. Hann vill ekkert gefa upp um aðkomu bátsins á Seyðisfirði við málið í Hollandi en eftir því sem fréttastofa kemst næst er grunur um að fíkniefnin hafi verið flutt úr bátnum yfir í skútuna úti á sjó. Skemmdir á skipinu bendi til þess. Ekki fæst uppgefið hvaðan skipið var að koma. Hollendingarnir á Seyðisfirði sögðust vera á leið til Grænlands en þeir eru nú frjálsir ferða sinna. Þeir fara þó ekki langt á skipinu þar sem það er ekki haffært. Rannsókn er enn í fullum gangi, þrátt fyrir að mönnunum hafi verið sleppt.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira