Staðreyndir um heilsuþorp 1. mars 2010 06:00 Kjartan Þór Eiríksson skrifar um uppbyyggingu sjúkrahúss að Ásbrú Stefna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um uppbyggingu á Ásbrú var unnin á árunum 2007-2008. Hún byggir fyrst og fremst á styrkleikum og samkeppnishæfni Íslands, með áherslu á Reykjanes. Tvö stærstu áhersluatriðin í þeirri stefnumótun, fyrir utan miðlæga staðsetningu Íslands á heimskortinu, eru uppbygging á heilsuklasa, svonefndu heilsuþorpi, og orkuklasa á Ásbrú. Þar eru skilgreind nærtæk og traust tækifæri til tekjuöflunar og uppbyggingar fyrir samfélagið allt. Þróunarverkefnið Ásbrú hefur gengið framar björtustu vonum og er í dag sjálfbært hvað varðar tekjur og fleiri þætti. Það þýðir með beinum orðum að verkefnið er ekki rekið fyrir skattfé heldur er tekna aflað með sölu og leigu eigna á sjálfu svæðinu. Þá hefur verkefnið nú þegar skilað miklum beinum hagnaði í ríkissjóð sem nýst hefur og mun nýtast til uppbyggingar á m.a. mennta- og velferðarkerfi þjóðarinnar. Það fjármagn er einnig verið að nýta til áframhaldandi uppbyggingar á Ásbrú eftir þau áföll sem dundu yfir við brotthvarf Varnarliðsins árið 2006 með tilheyrandi atvinnuleysi og erfiðleikum. Uppbygging Heilsuþorps Burðarásinn í heilsuuppbyggingunni er nýting sjúkrahússins á Ásbrú. Endurbygging þess mun mynda kjarna sem eykur aðdráttarafl svæðisins fyrir öðrum aðilum í heilsutengdri þjónustu og enn sterkari grundvöllur skapast fyrir myndun heilsuþorps á Ásbrú. Það leiðir til fjölmargra möguleika er varða uppbyggingu á heilsutengdum ferðaiðnaði á Reykjanesi og Íslandi í heild. Framkvæmdirnar við spítalann munu margfalda verðgildi annarra eigna ríkissjóðs á svæðinu sem tengjast uppbyggingu heilsuþorps á Ásbrú. Þær eignir komast þá í leigu og sölu og skila þar af leiðandi tekjum til ríkissjóðs sem annars hefðu ekki komið til. Í dag er staðan sú að margar eignir standa tómar og mikill kostnaður fellur til við rekstur þeirra án þess að þær gefi tekjur. Sumar þeirra hafa jafnvel ekki möguleika á að gefa tekjur í núverandi ásigkomulagi. Því hefur verið unnið að því hörðum höndum að skapa nýtingargrundvöll fyrir þessar eignir og þar með að skapa virði úr þeim.Hagkvæm ráðstöfun á eignum ríkisins Áætlað er að sú vinna er lýtur að rekstri og endurbyggingu spítalans skili um 300 fjölbreyttum störfum er skapi mikið virði. Skatttekjur hins opinbera af launum þessara 300 starfsmanna eru áætlaðar tæpar 300 milljónir á ári. Því verða sjálfbærar árlegar tekur hins opinbera hærri en bein fjárfesting Þróunarfélagsins í þessu verkefni. Á tímum mikils og vaxandi atvinnuleysis mun sú aðgerð að fækka atvinnulausum um 300 spara hinu opinbera um 500 milljónir króna á ári. Atvinnuleysi er nú þegar mest á Suðurnesjum og stefnir í aukningu þess. Á tímum niðurskurðar og þrenginga er mikilvægt að nýta þá fjármuni sem ríkið hefur úr að spila á sem skynsamastan hátt. Mögulegar tekjur af sölu flugsæta til erlendra heilsuferðamanna og aðstandenda gætu numið um 800 milljónum á ári fyrir íslensk flugfélög og eru þá ótalin öll önnur áhrif sem uppbyggingin hefur almennt á ferðaþjónustu í landinu. Rétt er að geta þess að óumflýjanleg útgjöld ríkisins vegna spítalans væru 60 milljónir á þessu ári. Þau útgjöld eru í tengslum við almennan rekstur húsnæðisins og rafmagnsbreytinga sem Kadeco ber lagaleg skylda til að framkvæma fyrir októberlok. Því fjármagni má að mati félagsins betur verja með þeim hætti að Kadeco leggi 100 milljónir sem hlutafé í nýtt félag, Seltún, sem mun eiga og endurbæta spítalann og leigja hann út. Leigusamningur milli aðila er á allan hátt hefðbundinn langtímaleigusamningur er miðar að því að það fjármagn og aðrar eignir sem lagðar eru inn í félagið skili ásættanlegum og góðum arði. Auk þess sem fjárfestingin mun skila miklum arði af öðrum eignum sem komast í not við endurbyggingu spítalans. Áhættan varðandi leigu er síðan lágmörkuð með sterkri fjármögnun leigutaka og ýmsum leiguákvæðum er tryggja hagsmuni leigusala. Einnig mun sá mannauður er starfar við spítalann skila beinum arði inn í íslenskt þjóðarbú með störfum hér á landi en ekki erlendis. Nýting sóknarfæra Ísland á mikil sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu. Allar tölur og gögn benda til þess að þekking og færni íslenskra heilbrigðisstarfsmanna sé í fremstu röð. Þá er hér um að ræða metnaðarfullt nýsköpunarverkefni sem á möguleika á að verða hluti af mun stærri heilsutengdum nýsköpunar- og þróunarmöguleikum á Íslandi. Þá eru ótalin þau tækifæri sem skapast fyrir allt það fólk sem hefur menntað sig og starfar í þessum stéttum og myndi að öðru óbreyttu ekki sjá tækifæri til að nýta sína þekkingu hér á Íslandi á næstu árum. Glötun á slíkri þekkingu úr landi gæti leitt til margþættra vandamála ef af yrði. Með endurbyggingu sjúkrahússins er Kadeco að skapa mikinn beinan og óbeinan ábata fyrir íslenska ríkið. Með uppbyggingu heilsuþorps á Ásbrú er Kadeco því að sinna sínu hlutverki um að færa svæðið í arðbær borgaraleg not með hámörkun jákvæðra áhrifa fyrir samfélagið, þar með talið sköpun nýrra starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Kjartan Þór Eiríksson skrifar um uppbyyggingu sjúkrahúss að Ásbrú Stefna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um uppbyggingu á Ásbrú var unnin á árunum 2007-2008. Hún byggir fyrst og fremst á styrkleikum og samkeppnishæfni Íslands, með áherslu á Reykjanes. Tvö stærstu áhersluatriðin í þeirri stefnumótun, fyrir utan miðlæga staðsetningu Íslands á heimskortinu, eru uppbygging á heilsuklasa, svonefndu heilsuþorpi, og orkuklasa á Ásbrú. Þar eru skilgreind nærtæk og traust tækifæri til tekjuöflunar og uppbyggingar fyrir samfélagið allt. Þróunarverkefnið Ásbrú hefur gengið framar björtustu vonum og er í dag sjálfbært hvað varðar tekjur og fleiri þætti. Það þýðir með beinum orðum að verkefnið er ekki rekið fyrir skattfé heldur er tekna aflað með sölu og leigu eigna á sjálfu svæðinu. Þá hefur verkefnið nú þegar skilað miklum beinum hagnaði í ríkissjóð sem nýst hefur og mun nýtast til uppbyggingar á m.a. mennta- og velferðarkerfi þjóðarinnar. Það fjármagn er einnig verið að nýta til áframhaldandi uppbyggingar á Ásbrú eftir þau áföll sem dundu yfir við brotthvarf Varnarliðsins árið 2006 með tilheyrandi atvinnuleysi og erfiðleikum. Uppbygging Heilsuþorps Burðarásinn í heilsuuppbyggingunni er nýting sjúkrahússins á Ásbrú. Endurbygging þess mun mynda kjarna sem eykur aðdráttarafl svæðisins fyrir öðrum aðilum í heilsutengdri þjónustu og enn sterkari grundvöllur skapast fyrir myndun heilsuþorps á Ásbrú. Það leiðir til fjölmargra möguleika er varða uppbyggingu á heilsutengdum ferðaiðnaði á Reykjanesi og Íslandi í heild. Framkvæmdirnar við spítalann munu margfalda verðgildi annarra eigna ríkissjóðs á svæðinu sem tengjast uppbyggingu heilsuþorps á Ásbrú. Þær eignir komast þá í leigu og sölu og skila þar af leiðandi tekjum til ríkissjóðs sem annars hefðu ekki komið til. Í dag er staðan sú að margar eignir standa tómar og mikill kostnaður fellur til við rekstur þeirra án þess að þær gefi tekjur. Sumar þeirra hafa jafnvel ekki möguleika á að gefa tekjur í núverandi ásigkomulagi. Því hefur verið unnið að því hörðum höndum að skapa nýtingargrundvöll fyrir þessar eignir og þar með að skapa virði úr þeim.Hagkvæm ráðstöfun á eignum ríkisins Áætlað er að sú vinna er lýtur að rekstri og endurbyggingu spítalans skili um 300 fjölbreyttum störfum er skapi mikið virði. Skatttekjur hins opinbera af launum þessara 300 starfsmanna eru áætlaðar tæpar 300 milljónir á ári. Því verða sjálfbærar árlegar tekur hins opinbera hærri en bein fjárfesting Þróunarfélagsins í þessu verkefni. Á tímum mikils og vaxandi atvinnuleysis mun sú aðgerð að fækka atvinnulausum um 300 spara hinu opinbera um 500 milljónir króna á ári. Atvinnuleysi er nú þegar mest á Suðurnesjum og stefnir í aukningu þess. Á tímum niðurskurðar og þrenginga er mikilvægt að nýta þá fjármuni sem ríkið hefur úr að spila á sem skynsamastan hátt. Mögulegar tekjur af sölu flugsæta til erlendra heilsuferðamanna og aðstandenda gætu numið um 800 milljónum á ári fyrir íslensk flugfélög og eru þá ótalin öll önnur áhrif sem uppbyggingin hefur almennt á ferðaþjónustu í landinu. Rétt er að geta þess að óumflýjanleg útgjöld ríkisins vegna spítalans væru 60 milljónir á þessu ári. Þau útgjöld eru í tengslum við almennan rekstur húsnæðisins og rafmagnsbreytinga sem Kadeco ber lagaleg skylda til að framkvæma fyrir októberlok. Því fjármagni má að mati félagsins betur verja með þeim hætti að Kadeco leggi 100 milljónir sem hlutafé í nýtt félag, Seltún, sem mun eiga og endurbæta spítalann og leigja hann út. Leigusamningur milli aðila er á allan hátt hefðbundinn langtímaleigusamningur er miðar að því að það fjármagn og aðrar eignir sem lagðar eru inn í félagið skili ásættanlegum og góðum arði. Auk þess sem fjárfestingin mun skila miklum arði af öðrum eignum sem komast í not við endurbyggingu spítalans. Áhættan varðandi leigu er síðan lágmörkuð með sterkri fjármögnun leigutaka og ýmsum leiguákvæðum er tryggja hagsmuni leigusala. Einnig mun sá mannauður er starfar við spítalann skila beinum arði inn í íslenskt þjóðarbú með störfum hér á landi en ekki erlendis. Nýting sóknarfæra Ísland á mikil sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu. Allar tölur og gögn benda til þess að þekking og færni íslenskra heilbrigðisstarfsmanna sé í fremstu röð. Þá er hér um að ræða metnaðarfullt nýsköpunarverkefni sem á möguleika á að verða hluti af mun stærri heilsutengdum nýsköpunar- og þróunarmöguleikum á Íslandi. Þá eru ótalin þau tækifæri sem skapast fyrir allt það fólk sem hefur menntað sig og starfar í þessum stéttum og myndi að öðru óbreyttu ekki sjá tækifæri til að nýta sína þekkingu hér á Íslandi á næstu árum. Glötun á slíkri þekkingu úr landi gæti leitt til margþættra vandamála ef af yrði. Með endurbyggingu sjúkrahússins er Kadeco að skapa mikinn beinan og óbeinan ábata fyrir íslenska ríkið. Með uppbyggingu heilsuþorps á Ásbrú er Kadeco því að sinna sínu hlutverki um að færa svæðið í arðbær borgaraleg not með hámörkun jákvæðra áhrifa fyrir samfélagið, þar með talið sköpun nýrra starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco)
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun