Innlent

Sérstakur saksóknari fær milljarða til að ljúka rannsóknum

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.

Embætti sérstaks saksóknara verður styrkt verulega með 470 milljóna aukafjárveitingu í ár og 960 milljóna fjárveitingum á næsta og þarnæsta ári. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag. Heildarframlög til embættisins hafa því verið aukin gríðarlega en gert er ráð fyrir að saksóknarinn ljúki störfum árið 2014 og á því tímabili hafi það fengið fimm milljarða króna frá ríkinu.

Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur segir að með þessu sé verið að fara að tillögum Evu Joly sem hafi lagt þunga áherslu á að efla embættið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×