Innlent

Gríðarleg vanskil hjá stóru bönkunum

Meira en 40 prósent heildarútlána þriggja stærstu viðskiptabankanna voru í 90 daga vanskilum, eða greiðslur þeirra þóttu ólíklegar í febrúar 2010. 18 prósent lána voru í skilum eftir fjárhagslega endurskipulagningu, en aðeins 39 prósent þeirra voru í skilum án endurskipulagningar. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika Seðlabankans.

Þeir lántakendur sem verst standa eru fasteignafélög, félög í byggingastarfsemi og eignarhaldsfélög, oft um hlutabréf. Þá á ýmis smásala og þjónusta í verulegum vanda. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir tölurnar ná yfir bæði útlán til heimila og fyrirtækja.

Staða afskriftareiknings útlána bankanna var 6,5% í árslok 2009, en það er svigrúmið sem bankarnir gefa sér vegna krafna sem munu tapast. Það er tvöfalt á við það sem var fyrir útrás bankanna. Samkvæmt árshlutareikningi Landsbankans var staðan á afskriftareikningi bankans enn lægri en svo í lok mars eða rúmt 1,2% heildarútlána.

Már segir þessar afskriftir og vanskil rýra afkomu bankanna og því fyrr sem hægt sé að skapa stöðugleika með lægri verðbólgu og vöxtum og stöðugu gengi, því líklegra sé að viðskiptamenn bankanna geti endurgreitt lánin.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×