Erlent

Gögn frá Wikileaks birt í Guardian

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðstandendur Wikileaks héldu blaðamannafund þegar að þeir kynntu gögn sem síðan birti um stríðið í Írak. Mynd/ afp.
Aðstandendur Wikileaks héldu blaðamannafund þegar að þeir kynntu gögn sem síðan birti um stríðið í Írak. Mynd/ afp.
Fjölmiðlar eru byrjaðir að birta skjöl frá vefsíðunni Wikileaks. Erfitt hefur verið að heimsækja siðuna eftir að tölvuhakkarar réðust á hana í dag.

Fréttavefur Guardian greinir meðal annars frá því að leiðtogar Arabaríkja hafa hvatt til loftárása á Íran og að Bandaríkjamenn hafa hvatt herforingja sína til þess að standa að njósnum um leiðtoga Sameinuðu þjóðanna.

Talsmenn Wikileaks sögðu á Twitter síðu sinni í dag að ef síðan yrði ekki virk fyrir kvöldið myndu dagblöðin El Pais, Le Monde, Speigel, Guardian & New York Times birta skjöl í kvöld um leynileg skilaboð sem Bandaríkjastjórn hefur sent sendiráðum Bandaríkjanna um allan heim.




Tengdar fréttir

Tölvuhakkarar réðust á Wikileaks

Wikileaks síðan, sem birt hefur viðkvæm gögn um stríð Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan auk fleiri gagna, varð fyrir árás tölvuhakkara í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×