Ólafur Darri Andrason: Afneitun leysir engan vanda Ólafur Darri Andrason skrifar 9. apríl 2010 06:00 Ögmundur Jónasson alþingismaður kallar eftir rökum okkar sem teljum að töf á lausn Icesave-deilunnar hamli endurreisn efnahagslífsins, í grein í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Það er fagnaðarefni að þingmaðurinn skuli leita eftir rökstuddri umræðu um þetta erfiða mál. Hitt er öllu dapurlegra að hann leggur lítið inn í slíka umræðu. Í stað þess að fjalla um málið af yfirvegun og með rökum gerir hann lítið úr málflutningi okkar sem erum honum ósammála og fer rangt með þegar hann vitnar í útreikninga hagdeildar ASÍ. En hver eru rök okkar sem teljum mikilvægt að ljúka Icesave-málinu án frekari tafa? Rökin eru fyrst og fremst þau að sterk tengsl séu á milli Icesave-málsins og endurreisnar efnahagslífsins. Tengsl Icesave og endurreisnarinnarLánshæfismat okkar hjá stórum erlendum matsfyrirtækjum hefur versnað vegna Icesave. Töf hefur orðið á endurskoðun á efnahagsáætlun okkar og AGS og Norðurlöndin hafa ekki treyst sér til að veita okkur lán á meðan málið er óleyst. Við þessar aðstæður er illmögulegt fyrir ríkið og orkufyrirtækin að leita eftir lánum á erlendum lánamörkuðum. Til skamms tíma þýðir þetta tvennt; endurfjármögnun á stórum afborgunum af erlendum lánum opinberra aðila eru í mikilli óvissu og ómögulegt verður að fjármagna þau orkuver sem þarf vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda. Takist okkur ekki að fá aðgang að erlendum lánamörkuðum þá klárast gjaldeyrisvaraforðinn á næstu tveimur árum. Ekkert verður af fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmdum og þar með hverfur sá hagvöxtur sem þær framkvæmdir áttu að skila. Að mati hagdeildar ASÍ verður þjóðfélagið af 133 milljarða verðmætum á næstu þremur árum verði ekkert af framkvæmdunum. Við þetta bætist að óvissan varðandi gjaldeyrisvaraforðann leiðir til þess að krónan verður veikari en ella sem þýðir að erfiðara verður að slaka á gjaldeyrishöftunum og lækka vexti. Ríkið verður af tekjum vegna minni umsvifa í hagkerfinu og útgjöld þess aukast vegna atvinnuleysis. Hvorttveggja kallar á enn meiri niðurskurð á fjárlögum en þegar hefur verið boðaður. Leysir Icesave allan vanda?Er öruggt að öll okkar vandamál leysist ef við bara klárum málið? Svarið er því miður nei. Það eru fleiri ljón í vegi stórframkvæmda en fjármögnun. Það er heldur ekki hægt að fullyrða að erlendir lánamarkaðir opnist um leið og við leysum Icesave-málið en það er nokkuð öruggt að á meðan málið er í uppnámi þá verður torsótt að sækja þangað lán. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson alþingismaður kallar eftir rökum okkar sem teljum að töf á lausn Icesave-deilunnar hamli endurreisn efnahagslífsins, í grein í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. Það er fagnaðarefni að þingmaðurinn skuli leita eftir rökstuddri umræðu um þetta erfiða mál. Hitt er öllu dapurlegra að hann leggur lítið inn í slíka umræðu. Í stað þess að fjalla um málið af yfirvegun og með rökum gerir hann lítið úr málflutningi okkar sem erum honum ósammála og fer rangt með þegar hann vitnar í útreikninga hagdeildar ASÍ. En hver eru rök okkar sem teljum mikilvægt að ljúka Icesave-málinu án frekari tafa? Rökin eru fyrst og fremst þau að sterk tengsl séu á milli Icesave-málsins og endurreisnar efnahagslífsins. Tengsl Icesave og endurreisnarinnarLánshæfismat okkar hjá stórum erlendum matsfyrirtækjum hefur versnað vegna Icesave. Töf hefur orðið á endurskoðun á efnahagsáætlun okkar og AGS og Norðurlöndin hafa ekki treyst sér til að veita okkur lán á meðan málið er óleyst. Við þessar aðstæður er illmögulegt fyrir ríkið og orkufyrirtækin að leita eftir lánum á erlendum lánamörkuðum. Til skamms tíma þýðir þetta tvennt; endurfjármögnun á stórum afborgunum af erlendum lánum opinberra aðila eru í mikilli óvissu og ómögulegt verður að fjármagna þau orkuver sem þarf vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda. Takist okkur ekki að fá aðgang að erlendum lánamörkuðum þá klárast gjaldeyrisvaraforðinn á næstu tveimur árum. Ekkert verður af fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmdum og þar með hverfur sá hagvöxtur sem þær framkvæmdir áttu að skila. Að mati hagdeildar ASÍ verður þjóðfélagið af 133 milljarða verðmætum á næstu þremur árum verði ekkert af framkvæmdunum. Við þetta bætist að óvissan varðandi gjaldeyrisvaraforðann leiðir til þess að krónan verður veikari en ella sem þýðir að erfiðara verður að slaka á gjaldeyrishöftunum og lækka vexti. Ríkið verður af tekjum vegna minni umsvifa í hagkerfinu og útgjöld þess aukast vegna atvinnuleysis. Hvorttveggja kallar á enn meiri niðurskurð á fjárlögum en þegar hefur verið boðaður. Leysir Icesave allan vanda?Er öruggt að öll okkar vandamál leysist ef við bara klárum málið? Svarið er því miður nei. Það eru fleiri ljón í vegi stórframkvæmda en fjármögnun. Það er heldur ekki hægt að fullyrða að erlendir lánamarkaðir opnist um leið og við leysum Icesave-málið en það er nokkuð öruggt að á meðan málið er í uppnámi þá verður torsótt að sækja þangað lán.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun