Njörður Sigurjónsson: Opinn aðgangur að vísindaþekkingu Njörður Sigurjónsson skrifar 9. apríl 2010 06:00 Aðgangur almennings að vísindaþekkingu og nýjustu niðurstöðum rannsókna er mjög takmarkaður og þarf að greiða þarf háar fjárhæðir fyrir einstakar greinar eða tímarit sem geyma þessa þekkingu. Sem dæmi má taka að ef ég eða nákominn ættingi greinist með krabbamein, þarf ég að greiða hundruð dollara fyrir aðgang að vefsíðum sem geyma nýjustu rannsóknir vísindamanna á sjúkdómnum. Opinn aðgangur er hugtak sem merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs, og oftar en ekki er kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, er aðgengilegt öllum á rafrænu formi. Yfirleitt er um að ræða ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum sem þiggja laun eða styrki til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, en síðan þarf að greiða sérstaklega fyrir að fá að lesa greinarnar í alþjóðlegum tímaritum. Með opnum aðgangi er reynt að tryggja að almenningur þurfi ekki að greiða þriðja aðila eða „aftur" fyrir vinnuna. Vísindamenn hafa helst tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Báðar leiðir, stundum kallaðar gullna og græna leiðin, tryggja það að greinin er aðgengileg á rafrænu formi en takmarka hvorki höfundar- eða útgáfuréttindi miðað við útgáfu í hefðbundnum tímaritum. (Ekki er rúm til þess að skýra allar efnislegar hliðar þessa máls í stuttum pistli en áhugasömum er bent á nýstofnaða síðu áhugahóps um málið openaccess.is.) Opinn aðgangur tryggir almenningi, nemendum, og öðrum vísindamönnum aðgengi að nýjustu þekkingu, óháð staðsetningu og fjárhag. Opinn aðgangur er þannig lýðræðis og réttlætismál, á sama tíma og þekkingin er efld því hún er þess konar auðlind sem eykst eftir því sem hún er notuð víðar og meira. Þannig eflist nýsköpun og tækniþróun einnig fyrir sömu krafta. Nauðsynlegt er að háskólastofnanir á Íslandi komi sér saman um stefnu varðandi opinn aðgang að útgefnu vísindaefni. Flestir háskólar í löndunum í kringum okkur vinna að eða hafa komið sér upp markmiðum varðandi opinn aðgang, samkeppnissjóðir og útgefendur eru að vinna að sínum hliðum málsins, og menntamálayfirvöld hafa einnig látið málið til sín taka. Það stendur þó upp á háskólana á Íslandi að taka af skarið og leiða umræðu um mál sem stendur þeim og þeirra samfélagslega tilgangi næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Aðgangur almennings að vísindaþekkingu og nýjustu niðurstöðum rannsókna er mjög takmarkaður og þarf að greiða þarf háar fjárhæðir fyrir einstakar greinar eða tímarit sem geyma þessa þekkingu. Sem dæmi má taka að ef ég eða nákominn ættingi greinist með krabbamein, þarf ég að greiða hundruð dollara fyrir aðgang að vefsíðum sem geyma nýjustu rannsóknir vísindamanna á sjúkdómnum. Opinn aðgangur er hugtak sem merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs, og oftar en ekki er kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, er aðgengilegt öllum á rafrænu formi. Yfirleitt er um að ræða ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum sem þiggja laun eða styrki til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, en síðan þarf að greiða sérstaklega fyrir að fá að lesa greinarnar í alþjóðlegum tímaritum. Með opnum aðgangi er reynt að tryggja að almenningur þurfi ekki að greiða þriðja aðila eða „aftur" fyrir vinnuna. Vísindamenn hafa helst tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Báðar leiðir, stundum kallaðar gullna og græna leiðin, tryggja það að greinin er aðgengileg á rafrænu formi en takmarka hvorki höfundar- eða útgáfuréttindi miðað við útgáfu í hefðbundnum tímaritum. (Ekki er rúm til þess að skýra allar efnislegar hliðar þessa máls í stuttum pistli en áhugasömum er bent á nýstofnaða síðu áhugahóps um málið openaccess.is.) Opinn aðgangur tryggir almenningi, nemendum, og öðrum vísindamönnum aðgengi að nýjustu þekkingu, óháð staðsetningu og fjárhag. Opinn aðgangur er þannig lýðræðis og réttlætismál, á sama tíma og þekkingin er efld því hún er þess konar auðlind sem eykst eftir því sem hún er notuð víðar og meira. Þannig eflist nýsköpun og tækniþróun einnig fyrir sömu krafta. Nauðsynlegt er að háskólastofnanir á Íslandi komi sér saman um stefnu varðandi opinn aðgang að útgefnu vísindaefni. Flestir háskólar í löndunum í kringum okkur vinna að eða hafa komið sér upp markmiðum varðandi opinn aðgang, samkeppnissjóðir og útgefendur eru að vinna að sínum hliðum málsins, og menntamálayfirvöld hafa einnig látið málið til sín taka. Það stendur þó upp á háskólana á Íslandi að taka af skarið og leiða umræðu um mál sem stendur þeim og þeirra samfélagslega tilgangi næst.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun