Njörður Sigurjónsson: Opinn aðgangur að vísindaþekkingu Njörður Sigurjónsson skrifar 9. apríl 2010 06:00 Aðgangur almennings að vísindaþekkingu og nýjustu niðurstöðum rannsókna er mjög takmarkaður og þarf að greiða þarf háar fjárhæðir fyrir einstakar greinar eða tímarit sem geyma þessa þekkingu. Sem dæmi má taka að ef ég eða nákominn ættingi greinist með krabbamein, þarf ég að greiða hundruð dollara fyrir aðgang að vefsíðum sem geyma nýjustu rannsóknir vísindamanna á sjúkdómnum. Opinn aðgangur er hugtak sem merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs, og oftar en ekki er kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, er aðgengilegt öllum á rafrænu formi. Yfirleitt er um að ræða ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum sem þiggja laun eða styrki til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, en síðan þarf að greiða sérstaklega fyrir að fá að lesa greinarnar í alþjóðlegum tímaritum. Með opnum aðgangi er reynt að tryggja að almenningur þurfi ekki að greiða þriðja aðila eða „aftur" fyrir vinnuna. Vísindamenn hafa helst tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Báðar leiðir, stundum kallaðar gullna og græna leiðin, tryggja það að greinin er aðgengileg á rafrænu formi en takmarka hvorki höfundar- eða útgáfuréttindi miðað við útgáfu í hefðbundnum tímaritum. (Ekki er rúm til þess að skýra allar efnislegar hliðar þessa máls í stuttum pistli en áhugasömum er bent á nýstofnaða síðu áhugahóps um málið openaccess.is.) Opinn aðgangur tryggir almenningi, nemendum, og öðrum vísindamönnum aðgengi að nýjustu þekkingu, óháð staðsetningu og fjárhag. Opinn aðgangur er þannig lýðræðis og réttlætismál, á sama tíma og þekkingin er efld því hún er þess konar auðlind sem eykst eftir því sem hún er notuð víðar og meira. Þannig eflist nýsköpun og tækniþróun einnig fyrir sömu krafta. Nauðsynlegt er að háskólastofnanir á Íslandi komi sér saman um stefnu varðandi opinn aðgang að útgefnu vísindaefni. Flestir háskólar í löndunum í kringum okkur vinna að eða hafa komið sér upp markmiðum varðandi opinn aðgang, samkeppnissjóðir og útgefendur eru að vinna að sínum hliðum málsins, og menntamálayfirvöld hafa einnig látið málið til sín taka. Það stendur þó upp á háskólana á Íslandi að taka af skarið og leiða umræðu um mál sem stendur þeim og þeirra samfélagslega tilgangi næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Aðgangur almennings að vísindaþekkingu og nýjustu niðurstöðum rannsókna er mjög takmarkaður og þarf að greiða þarf háar fjárhæðir fyrir einstakar greinar eða tímarit sem geyma þessa þekkingu. Sem dæmi má taka að ef ég eða nákominn ættingi greinist með krabbamein, þarf ég að greiða hundruð dollara fyrir aðgang að vefsíðum sem geyma nýjustu rannsóknir vísindamanna á sjúkdómnum. Opinn aðgangur er hugtak sem merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs, og oftar en ekki er kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, er aðgengilegt öllum á rafrænu formi. Yfirleitt er um að ræða ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum sem þiggja laun eða styrki til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, en síðan þarf að greiða sérstaklega fyrir að fá að lesa greinarnar í alþjóðlegum tímaritum. Með opnum aðgangi er reynt að tryggja að almenningur þurfi ekki að greiða þriðja aðila eða „aftur" fyrir vinnuna. Vísindamenn hafa helst tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Báðar leiðir, stundum kallaðar gullna og græna leiðin, tryggja það að greinin er aðgengileg á rafrænu formi en takmarka hvorki höfundar- eða útgáfuréttindi miðað við útgáfu í hefðbundnum tímaritum. (Ekki er rúm til þess að skýra allar efnislegar hliðar þessa máls í stuttum pistli en áhugasömum er bent á nýstofnaða síðu áhugahóps um málið openaccess.is.) Opinn aðgangur tryggir almenningi, nemendum, og öðrum vísindamönnum aðgengi að nýjustu þekkingu, óháð staðsetningu og fjárhag. Opinn aðgangur er þannig lýðræðis og réttlætismál, á sama tíma og þekkingin er efld því hún er þess konar auðlind sem eykst eftir því sem hún er notuð víðar og meira. Þannig eflist nýsköpun og tækniþróun einnig fyrir sömu krafta. Nauðsynlegt er að háskólastofnanir á Íslandi komi sér saman um stefnu varðandi opinn aðgang að útgefnu vísindaefni. Flestir háskólar í löndunum í kringum okkur vinna að eða hafa komið sér upp markmiðum varðandi opinn aðgang, samkeppnissjóðir og útgefendur eru að vinna að sínum hliðum málsins, og menntamálayfirvöld hafa einnig látið málið til sín taka. Það stendur þó upp á háskólana á Íslandi að taka af skarið og leiða umræðu um mál sem stendur þeim og þeirra samfélagslega tilgangi næst.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun