Nauðsynlegur orðhengilsháttur Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 23. september 2010 06:00 Fordómar, eða hvernig alið er á þeim, er sjaldnast þægilegt umræðuefni. Flest viljum við vinna bug á okkar fordómum. Fæst viljum við vera þátttakendur í að ala á þeim. Og að ala á þeim er oftast ekki með einbeittum vilja gert. Það er eðli gamalla ranghugmynda um ákveðna hópa að læða sér inn í tungumálið. Hver kannast ekki við að hafa gripið til orða sem hamra á úr sér gengnum hugmyndum um minnihlutahópa? Ranghugmyndir um geðsjúka lifa góðu lífi. Geðsjúklingar eru hættulegir og vondir. Í bíómyndum og glæpaþáttum eru glæpamenn oftar en ekki geðsjúklingar. Engu að síður sýna rannsóknir að geðsjúkir fremja ekki fleiri glæpi en annað fólk. Í fræðsluriti Rauða krossins um geðsjúkdóma segir: „Flestir glæpamenn hafa ekki vald á eðlilegum samskiptum við annað fólk og hafa ekki náð að laga sig að þeim lögum og reglum sem gilda í þjóðfélaginu. Hvorugt af þessu er hægt að kalla geðsjúkdóm heldur er um að ræða félagslegan eða sálrænan vanda.“ Því er alltaf hætt við að baráttumálin litlu endi sem mús í kjaftinum á þeim stóru. Andri Snær skrifar grein og vekur þarfa umræðu um orkustjórnun landsins. Um leið læðist þó ljót mýta um geðsjúklinginn vonda og hættulega inn í greinina. Andri Snær má eiga það að hafa ekki viljandi ætlað að ala á fordómum. Þöggun er hins vegar ekki í boði, eða að litið sé framhjá því að þessi mýta smeygi sér þarna svo rækilega og oft inn í mikið lesna grein. Ármann Jakobsson skrifar grein á vefsíðuna Smugan.is sem fjallar meðal annars um að ekki mega festa sig í orðhengilshætti. „En alldæmigert er þetta fyrir þann orðhengilshátt og hræðslu við kjarna málsins sem Halldór Laxness nefnir í Innansveitarkróniku. Ef þetta er ekki að drepa málum á dreif, þá kann ég ekki helskó að binda.“ Að festa sig ekki í orðhengilshætti á oft við í umræðu – en aldrei um fordóma. Fordómum hættir nefnilega til að leynast á milli laga. Leynast í texta, dyljast í umræðunni. Fordómarnir koma sjaldnast upp á yfirborðið öðruvísi. Og þá þarf að benda á þá, sama þótt örlítið ryk falli á frábær rit eða ágætis fólk. Það er nefnilega ástæða fyrir því að þrátt fyrir heljarinnar mikla baráttu geðsjúkra í áratugi eru aðeins fimm ár síðan einn af hverjum sjö Íslendinga (samkvæmt rannsókn IMG Gallup fyrir Rauða kross Íslands) sagðist ekki vilja búa í nábýli við geðfatlaðan einstakling. Geðsjúkir eiga einnig erfiðara með að fá vinnu (sem er ein mikilvægasta leið að bata). Ástæðurnar fyrir þessum fordómum eru margþættar en mjög margir leggja að því líkum að fjölmiðlar og staðalímynd sem birtist oft þar af geðsjúkum, skipti þar sköpum. Tungumálið er verkfæri. Því er ekki hægt að halda því fram að grein á við grein Andra Snæs skipti engu máli. Sama þótt um óvitaskap hafi verið að ræða. Í áðurnefndri könnun IMG Gallup þar sem viðhorf Íslendinga til geðsjúkra var skoðað var viðhorf til múslima kannað um leið. Fordómar gegn múslimum eru enn meiri, einn af hverjum fimm vildi ekki búa í nábýli við þá. Kannski væri einfaldara að skipta út orðum til að útskýra á hvaða hátt grein Andra Snæs snerti marga geðsjúklinga. Múslimar hafa síðustu árin þurft að berjast við hugmyndir hins vestræna heims um að þeir séu kvenhatarar og öfgafullir hryðjuverkamenn. Hvað ef Andri Snær hefði skrifað grein, tja, til að mynda um kvennabaráttuna og notað orðin „múslimsk“ hegðun og „múslimsk“ framkoma til að lýsa því hvernig kvenhatur getur orðið sem verst. Sumir múslimar eru jú vondir við konur. En örugglega ekki fleiri en sá hópur siðblindra einstaklinga sem tilheyra flokknum geðsjúkir. Að lokum. Í Bakþönkum mínum sem birtust í Fréttablaðinu 15. september minntist ég á að „oft“ væru geðsjúklingar frjóir í hugsun. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að það einkenni sé viðurkennt einkenni á ákveðnum geðsjúkdómi, geðhvörfum, er slíkt ekki algilt, eins og Ármann bendir á í grein sinni „Rithöfundar og listamenn sem verða geðveikir eru mun frægari en öskukarlar sem verða það. Þess vegna halda margir að skapandi fólki sé hættara við geðveiki en öðrum. En sú goðsögn stenst ekki.“ Ég held að enginn vilji setja geðsjúkdóma upp á stall. Hins vegar hafa margir reynt að ræða um geðsjúkdóma, og góðu hliðarnar, sem mótvægi við umræðu sem hefur verið neikvæð í margar aldir. Það er óþarfa hræðsla að geðveikir sé þar með komnir í guða tölu því þar enda geðsjúkir seint. Eitt það mikilvægasta fyrir bata geðveikra er hins vegar að samfélagið taki þeim opnum örmum. Það hef ég reynt sjálf, eftir veru á geðdeild. Og við Ármann erum sammála þegar hann segir að það sé eiginlega betra að tala meira um geðveiki en minna, það geti dregið úr hræðslunni. Undir hvaða formerkjum það er gert – skiptir hins vegar höfuðmáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Hamskipti húsa Skoðun Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tvöfeldni Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ertu enn?? Óttar Guðmundsson Bakþankar Íslensk Nýfréttamennska Jóhannes Loftsson Skoðun Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Nýr veruleiki Hörður Ægisson Skoðun Á eftir áætlun Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Fordómar, eða hvernig alið er á þeim, er sjaldnast þægilegt umræðuefni. Flest viljum við vinna bug á okkar fordómum. Fæst viljum við vera þátttakendur í að ala á þeim. Og að ala á þeim er oftast ekki með einbeittum vilja gert. Það er eðli gamalla ranghugmynda um ákveðna hópa að læða sér inn í tungumálið. Hver kannast ekki við að hafa gripið til orða sem hamra á úr sér gengnum hugmyndum um minnihlutahópa? Ranghugmyndir um geðsjúka lifa góðu lífi. Geðsjúklingar eru hættulegir og vondir. Í bíómyndum og glæpaþáttum eru glæpamenn oftar en ekki geðsjúklingar. Engu að síður sýna rannsóknir að geðsjúkir fremja ekki fleiri glæpi en annað fólk. Í fræðsluriti Rauða krossins um geðsjúkdóma segir: „Flestir glæpamenn hafa ekki vald á eðlilegum samskiptum við annað fólk og hafa ekki náð að laga sig að þeim lögum og reglum sem gilda í þjóðfélaginu. Hvorugt af þessu er hægt að kalla geðsjúkdóm heldur er um að ræða félagslegan eða sálrænan vanda.“ Því er alltaf hætt við að baráttumálin litlu endi sem mús í kjaftinum á þeim stóru. Andri Snær skrifar grein og vekur þarfa umræðu um orkustjórnun landsins. Um leið læðist þó ljót mýta um geðsjúklinginn vonda og hættulega inn í greinina. Andri Snær má eiga það að hafa ekki viljandi ætlað að ala á fordómum. Þöggun er hins vegar ekki í boði, eða að litið sé framhjá því að þessi mýta smeygi sér þarna svo rækilega og oft inn í mikið lesna grein. Ármann Jakobsson skrifar grein á vefsíðuna Smugan.is sem fjallar meðal annars um að ekki mega festa sig í orðhengilshætti. „En alldæmigert er þetta fyrir þann orðhengilshátt og hræðslu við kjarna málsins sem Halldór Laxness nefnir í Innansveitarkróniku. Ef þetta er ekki að drepa málum á dreif, þá kann ég ekki helskó að binda.“ Að festa sig ekki í orðhengilshætti á oft við í umræðu – en aldrei um fordóma. Fordómum hættir nefnilega til að leynast á milli laga. Leynast í texta, dyljast í umræðunni. Fordómarnir koma sjaldnast upp á yfirborðið öðruvísi. Og þá þarf að benda á þá, sama þótt örlítið ryk falli á frábær rit eða ágætis fólk. Það er nefnilega ástæða fyrir því að þrátt fyrir heljarinnar mikla baráttu geðsjúkra í áratugi eru aðeins fimm ár síðan einn af hverjum sjö Íslendinga (samkvæmt rannsókn IMG Gallup fyrir Rauða kross Íslands) sagðist ekki vilja búa í nábýli við geðfatlaðan einstakling. Geðsjúkir eiga einnig erfiðara með að fá vinnu (sem er ein mikilvægasta leið að bata). Ástæðurnar fyrir þessum fordómum eru margþættar en mjög margir leggja að því líkum að fjölmiðlar og staðalímynd sem birtist oft þar af geðsjúkum, skipti þar sköpum. Tungumálið er verkfæri. Því er ekki hægt að halda því fram að grein á við grein Andra Snæs skipti engu máli. Sama þótt um óvitaskap hafi verið að ræða. Í áðurnefndri könnun IMG Gallup þar sem viðhorf Íslendinga til geðsjúkra var skoðað var viðhorf til múslima kannað um leið. Fordómar gegn múslimum eru enn meiri, einn af hverjum fimm vildi ekki búa í nábýli við þá. Kannski væri einfaldara að skipta út orðum til að útskýra á hvaða hátt grein Andra Snæs snerti marga geðsjúklinga. Múslimar hafa síðustu árin þurft að berjast við hugmyndir hins vestræna heims um að þeir séu kvenhatarar og öfgafullir hryðjuverkamenn. Hvað ef Andri Snær hefði skrifað grein, tja, til að mynda um kvennabaráttuna og notað orðin „múslimsk“ hegðun og „múslimsk“ framkoma til að lýsa því hvernig kvenhatur getur orðið sem verst. Sumir múslimar eru jú vondir við konur. En örugglega ekki fleiri en sá hópur siðblindra einstaklinga sem tilheyra flokknum geðsjúkir. Að lokum. Í Bakþönkum mínum sem birtust í Fréttablaðinu 15. september minntist ég á að „oft“ væru geðsjúklingar frjóir í hugsun. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að það einkenni sé viðurkennt einkenni á ákveðnum geðsjúkdómi, geðhvörfum, er slíkt ekki algilt, eins og Ármann bendir á í grein sinni „Rithöfundar og listamenn sem verða geðveikir eru mun frægari en öskukarlar sem verða það. Þess vegna halda margir að skapandi fólki sé hættara við geðveiki en öðrum. En sú goðsögn stenst ekki.“ Ég held að enginn vilji setja geðsjúkdóma upp á stall. Hins vegar hafa margir reynt að ræða um geðsjúkdóma, og góðu hliðarnar, sem mótvægi við umræðu sem hefur verið neikvæð í margar aldir. Það er óþarfa hræðsla að geðveikir sé þar með komnir í guða tölu því þar enda geðsjúkir seint. Eitt það mikilvægasta fyrir bata geðveikra er hins vegar að samfélagið taki þeim opnum örmum. Það hef ég reynt sjálf, eftir veru á geðdeild. Og við Ármann erum sammála þegar hann segir að það sé eiginlega betra að tala meira um geðveiki en minna, það geti dregið úr hræðslunni. Undir hvaða formerkjum það er gert – skiptir hins vegar höfuðmáli.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar