Innlent

Nokkuð snarpur skjálfti við Grímsey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Grímsey. Myndin er frá Landhelgisgæslunni.
Frá Grímsey. Myndin er frá Landhelgisgæslunni.
Jarðskjálfti upp á 3,9 á Richter mældist um 18 kílómetrum norður af Grímsey um klukkan níu í morgun. Steinunn Jakobsdóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að jarðskjálftahrina hafi verið þarna í gangi síðustu vikuna. Fylgst verði áfram með svæðinu, en þetta þurfi ekki að vera fyrirboði um neinar frekari jarðhræringar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×