Innlent

Hundrað krónur til Haítí

Þorleifur Gunnlaugsson
Þorleifur Gunnlaugsson

Borgarstjórn hefur ákveðið að gefa sem samsvarar hundrað krónum fyrir hvern borgarbúa til neyðaraðstoðar á Haítí. Samtals 11,8 milljónir króna. Féð fer til Rauða kross Íslands.

Áður hafði bæjarstjórn Hveragerðis gert það sama og það var Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem stakk upp á því við borgarstjórn að hún færi að fordæmi Hveragerðis. Þorleifur bendir á að fari önnur sveitarfélög að fordæminu safnist 31,8 milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá RKÍ hafa fleiri sveitarfélög nú þegar heitið stuðningi.

Með þessu framlagi Reykjavíkurborgar hefur Rauði krossinn nú safnað 45 milljónum króna, tæpum 142 krónum á hvern Íslending. Ríkissjóður hefur heitið fimmtán milljónum, sem skiptast milli félagasamtakanna.

Á Haítí eru nú um fjögur hundruð alþjóðlegra starfsmanna Rauða krossins og um þúsund sjálfboðaliðar úr hópi eyjarskeggja. Samtökin hafa aldrei verið með jafn margar neyðarsveitir að störfum í einu landi. - kóþ



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×