Lífið

Neitar að drekka sig fulla

Lea Michele. MYND/Cover Media
Lea Michele. MYND/Cover Media

Leikkonan Lea Michele, 24 ára, vill frekar vera heima hjá sér og slaka á í baði heldur en að fara út á meðal fólks og drekka sig blindfulla.

Lea, sem varð heimsfræg á einni nóttu þegar hún birtist í hlutverki Rachel Berry í sjónvarpsþáttaröðinni Glee sem sýnd er við miklar vinsældir á Stöð 2, vill einblína á ferilinn og framtíðina í stað þess að djamma með félögunum. Hún viðurkennir að hún fer sjaldan út að skemmta sér og áfengið fer illa í hana.

„Ef ég fæ mér einn sterkan drykk þá dett ég út. Ég hef aldrei verið þannig að ég bið vini mína að koma út að djamma og drekka cosmopolitan! Ég meina, ég hef aldrei smakkað cosmopolitan ef ég á að vera hreinskilin. Ég kýs frekar að vera heima og slaka á í baði," sagði hún.

„Það er mikil vinna að taka þátt í Glee. Alveg gríðarlegt álag. Við vinnum 14 til 16 stundir á dag, mánudag til föstudags," sagði Lea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.