„Börnum undir tíu ára aldri er hættara við drukknun“ Erla Hlynsdóttir skrifar 20. desember 2010 13:40 Herdís Storgaard segir börnum undir tíu ára aldrei hættara við drukknun en eldri börnum Mynd: Stefán Karlsson Á hverju ári lenda um fimm til sex börn í lífshættu þar sem þau eru næstum því drukknuð. Þar er átt við börn sem eru það hætt komin að þau þurfa að fara á sjúkrahús eftir nærdrukknun, eru hætt að anda eða þau hafa fengið hjarta- og öndunarstopp. Hingað til hafa börn átta ára og eldri mátt fara ein í sund en um áramótin verða aldurstakmörkin hækkuð í tíu ár. „Börnum undir tíu ára aldri er hættara við drukknun en eldri börnum," segir Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, Hún fagnarrbreytinum á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sem miðar að því að börn þurfi að vera orðin tíu ára gömul til að fara ein í sund. Reglugerðin tekur gildi þann 1. janúar.Þrettán börn drukknuðu á tíu árum Herdís bendir á að foreldrum sé hætt við að ofmeta sundgetu barna sinna en samkvæmt könnun sem menntamálaráðuneytið lét gera árið 1998 var aðeins fjórðungur átta ára barna syndur. Herdís gerði eigin rannsókn í samstarfi við Barnaspítala Hringsins á tíu ára tímabili, frá 1983 til 1994. Þar voru skoðuð 48 tilfelli þar sem börnum lá við drukknun eða drukknuðu. 13 barnanna létust en 35 lifðu af. Þrjú þeirra voru mjög heilaskert eftir slysið. Um 70 prósent atvikanna sem skoðuð voru í rannsókninin áttu sér stað á landsbyggðinni. Í þessari sömu rannsókn kom í ljós að yfir 60 prósent atvikanna áttu sér stað í sundlaug. Aðrir staðir voru heitir pottar, heitar laugar og ár, svo dæmi séu tekin Hvatinn að þeirri rannsókn var áskorun móður barns sem varð fyrir miklum heilaskaða þegar það var næstum drukknað í sundlaug og hefur verið mjög fatlað síðan. Móðirin skoraði á Herdísi að rannsaka þessi mál og varð hún við þeirri áskorun. Engin heildstæð rannsókn á þessum málum hefur verið gerð síðan en Herdís fylgst vel með þróuninni.Foreldrar bera ábyrgðina Viðbrögð við hertum reglum um sundstaði leggjast misjafnlega í fólk. Herdís segir suma foreldra hafa brugðist illa við þegar reglur voru upphaflega settar um að börn yngri en átta ára þyrftu að vera með fylgdarmann með sér. Þeim foreldrum hafi þá fundist út í hött að börnin mættu ekki fara ein í sund. Síðan eru aðrir foreldrar sem finnst átta ára börn ekkert hafa að gera ein í sundlaugar. Einnig eru skiptar skoðanir um þær breytingar sem taka gildi nú um áramótin. „Á mínu heimili hef ég alltaf sagt að ég ráði sem foreldri. Það er enginn sem segir að þú verðir að senda barnið eitt í sund þó það sé orðið tíu ára gamalt. Við foreldrarnir berum alltaf ábyrgð á barninu okkar," segir Herdís og hvetur foreldra til að fara með börnunum sínum í sund. Vísir greindi frá því í morgun að bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur lagst gegn því að aldurtakmörk fyrir börn sem fara ein í sund verði hækkuð. Í bókun sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar segir: „Það skýtur skökku við að þegar þjóðin er stöðugt að þyngjast sé aðgangur barna að sundlaugum takmarkaður." Herdís segir þetta byggjast á misskilningi enda sé alls ekki verið að takmarka aðgang barna að sundlaugum. Þess sé einfaldlega krafist að þau séu ekki ein í sundi undir tíu ára aldri. Hún bendir ennfremur á að úti á landi er oft lengra í næsta sjúkrahús frá sundlaugum en á höfuðborgarsvæðinni. Að sögn Herdísar eru forstöðumenn sundlauganna mjög hlynntir þessari hækkun á aldurstakmarki enda miðar hún að auknu öryggi barnanna í sundlaugunum. Tengdar fréttir Yngri en 10 ára þurfa fylgd í sund: Óánægja í Vesturbyggð Bæjarstjórn Vesturbyggðar mótmælir breytingum á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sem miðar að hækkun á aldursákvæði barna á sundstöðum úr 8 í 10 ár. Mótmæli þess efnis voru bókuð á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Áætlað er að reglugerðin taki gildi 1. janúar 2011 og fellur þar með eldri reglugerð úr gildi. 20. desember 2010 09:06 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Á hverju ári lenda um fimm til sex börn í lífshættu þar sem þau eru næstum því drukknuð. Þar er átt við börn sem eru það hætt komin að þau þurfa að fara á sjúkrahús eftir nærdrukknun, eru hætt að anda eða þau hafa fengið hjarta- og öndunarstopp. Hingað til hafa börn átta ára og eldri mátt fara ein í sund en um áramótin verða aldurstakmörkin hækkuð í tíu ár. „Börnum undir tíu ára aldri er hættara við drukknun en eldri börnum," segir Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, Hún fagnarrbreytinum á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sem miðar að því að börn þurfi að vera orðin tíu ára gömul til að fara ein í sund. Reglugerðin tekur gildi þann 1. janúar.Þrettán börn drukknuðu á tíu árum Herdís bendir á að foreldrum sé hætt við að ofmeta sundgetu barna sinna en samkvæmt könnun sem menntamálaráðuneytið lét gera árið 1998 var aðeins fjórðungur átta ára barna syndur. Herdís gerði eigin rannsókn í samstarfi við Barnaspítala Hringsins á tíu ára tímabili, frá 1983 til 1994. Þar voru skoðuð 48 tilfelli þar sem börnum lá við drukknun eða drukknuðu. 13 barnanna létust en 35 lifðu af. Þrjú þeirra voru mjög heilaskert eftir slysið. Um 70 prósent atvikanna sem skoðuð voru í rannsókninin áttu sér stað á landsbyggðinni. Í þessari sömu rannsókn kom í ljós að yfir 60 prósent atvikanna áttu sér stað í sundlaug. Aðrir staðir voru heitir pottar, heitar laugar og ár, svo dæmi séu tekin Hvatinn að þeirri rannsókn var áskorun móður barns sem varð fyrir miklum heilaskaða þegar það var næstum drukknað í sundlaug og hefur verið mjög fatlað síðan. Móðirin skoraði á Herdísi að rannsaka þessi mál og varð hún við þeirri áskorun. Engin heildstæð rannsókn á þessum málum hefur verið gerð síðan en Herdís fylgst vel með þróuninni.Foreldrar bera ábyrgðina Viðbrögð við hertum reglum um sundstaði leggjast misjafnlega í fólk. Herdís segir suma foreldra hafa brugðist illa við þegar reglur voru upphaflega settar um að börn yngri en átta ára þyrftu að vera með fylgdarmann með sér. Þeim foreldrum hafi þá fundist út í hött að börnin mættu ekki fara ein í sund. Síðan eru aðrir foreldrar sem finnst átta ára börn ekkert hafa að gera ein í sundlaugar. Einnig eru skiptar skoðanir um þær breytingar sem taka gildi nú um áramótin. „Á mínu heimili hef ég alltaf sagt að ég ráði sem foreldri. Það er enginn sem segir að þú verðir að senda barnið eitt í sund þó það sé orðið tíu ára gamalt. Við foreldrarnir berum alltaf ábyrgð á barninu okkar," segir Herdís og hvetur foreldra til að fara með börnunum sínum í sund. Vísir greindi frá því í morgun að bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur lagst gegn því að aldurtakmörk fyrir börn sem fara ein í sund verði hækkuð. Í bókun sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar segir: „Það skýtur skökku við að þegar þjóðin er stöðugt að þyngjast sé aðgangur barna að sundlaugum takmarkaður." Herdís segir þetta byggjast á misskilningi enda sé alls ekki verið að takmarka aðgang barna að sundlaugum. Þess sé einfaldlega krafist að þau séu ekki ein í sundi undir tíu ára aldri. Hún bendir ennfremur á að úti á landi er oft lengra í næsta sjúkrahús frá sundlaugum en á höfuðborgarsvæðinni. Að sögn Herdísar eru forstöðumenn sundlauganna mjög hlynntir þessari hækkun á aldurstakmarki enda miðar hún að auknu öryggi barnanna í sundlaugunum.
Tengdar fréttir Yngri en 10 ára þurfa fylgd í sund: Óánægja í Vesturbyggð Bæjarstjórn Vesturbyggðar mótmælir breytingum á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sem miðar að hækkun á aldursákvæði barna á sundstöðum úr 8 í 10 ár. Mótmæli þess efnis voru bókuð á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Áætlað er að reglugerðin taki gildi 1. janúar 2011 og fellur þar með eldri reglugerð úr gildi. 20. desember 2010 09:06 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Yngri en 10 ára þurfa fylgd í sund: Óánægja í Vesturbyggð Bæjarstjórn Vesturbyggðar mótmælir breytingum á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sem miðar að hækkun á aldursákvæði barna á sundstöðum úr 8 í 10 ár. Mótmæli þess efnis voru bókuð á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Áætlað er að reglugerðin taki gildi 1. janúar 2011 og fellur þar með eldri reglugerð úr gildi. 20. desember 2010 09:06
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði