Álftanes er ógjaldfært 28. janúar 2010 04:30 Álftanes á fjórtán prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Fasteign, sem aftur á og leigir Álftanesi nýja sundlaug og íþróttahús fyrir rúmlega 200 milljónir króna á ári. Hlutabréfin í Fasteign eru nú metin á 395 milljónir króna. Fréttablaðið/GVA Stórfelldar skattahækkanir, 13,5 prósenta niðurskurður í rekstri og uppsagnir embættismanna duga hvergi nærri til þess að ná tökum á hallarekstri sveitarfélagsins Álftanes þannig að það geti risið undir skuldbindingum sínum á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu bæjarstjórnar Álftaness til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) en hún var rædd á löngum bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld og samþykkt gegn atkvæðum minnihlutans. Þær aðgerðir sem þar er að finna þurfa hins vegar að fara fyrir bæjarstjórnina að nýju í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar. Að auki þarf Álftanes að skuldbreyta lánum upp á þrjá milljarða, sem fram koma í efnahagsreikningi. Helstu lánardrottnar eru Lánasjóður sveitarfélaga og Arion banki og fleiri. Á þessu ári þarf að greiða 1,1 milljarð króna af þessum lánum að óbreyttu. Heildartekjur ársins eru áætlaðar 1,3 milljarðar, að teknu tilliti til skattahækkana upp á 124 milljónir króna, sem meirihluti bæjarstjórnar hefur í hyggju að fá samþykktar. Í skýrslu bæjarstjórnarinnar er gert ráð fyrir að með skuldbreytingum megi lækka þessa greiðslubyrði um 875 milljónir króna og niður í um 292 milljónir króna í ár en byrðin verði á bilinu 259-287 milljónir á árunum 2011-2013. Loks þarf Álftanes að losna undan fjögurra milljarða króna skuldbindingum, sem ekki koma fram í efnahagsreikningi. Þær kosta að óbreyttu um 255 milljónir króna á ári næstu 28 ár. Þarna er í fyrsta lagi um að ræða samning við Búmenn sem er metinn ígildi rúmlega 926 milljóna króna. Hann kveður á um að bærinn greiði 39 milljónir króna á ári í 50 ár í leigu fyrir þjónustuhús, sem verður byggt við hlið þrjátíu leiguíbúða og taka á í notkun 2012. Í öðru lagi er samningur við byggingafyrirtækið Ris, sem metinn er á um 200 milljónir króna og felur í sér 30 ára skuldbindingu. Samkvæmt honum greiðir bærinn fimmtán milljónir á ári í leigu fyrir 1.000 fermetra þjónusturými, sem verður fullbyggt árið 2011. Þriðji samningurinn, og sá sem mest munar um, er við Eignarhaldsfélagið Fasteign vegna leigu á íþróttahúsi og sundlauginni á Álftanesi. Sú skuldbinding er metin á 2,9 milljarða króna að núvirði. Leigugreiðslurnar eru 201 milljón á ári næstu 28 ár, en lægri þetta árið vegna 28 prósenta tímabundins afsláttar frá leigusalanum. Engum þessara samninga er hægt að segja upp en þó er ákvæði í samningnum við Fasteign um að hann falli úr gildi ef sveitarfélagið þarf að leita nauðasamninga við lánardrottna sinna. Þótt fjölmörg fyrirtæki hafi valið leið nauðasamninga út úr fjárhagserfiðleikum eftir efnahagshrunið er sú leið erfið fyrir sveitarfélög. Þess vegna verður leitað allra leiða til þess að leysa sveitarfélagið með öðrum hætti undan þessum samningi. Ástæðan er sú, að sögn Pálma Þórs Mássonar bæjarstjóra, að það hefði mjög alvarleg áhrif fyrir öll sveitarfélög í landinu ef Álftanes færi í nauðasamninga. Aðrir viðmælendur blaðsins í stjórnsýslunni taka í sama streng. Nauðasamningar á Álftanesi myndu að þeirra sögn þrengja möguleika annarra sveitarfélaga á lánsfjármarkaði. Slíkt myndi hafa slæm áhrif á allar tilraunir íslenskra aðila til þess að verða gjaldgengir á erlendum fjármálamörkuðum að nýju. Þess vegna er nú horft til ríkisstjórnarinnar um að hún komi með útspil sem geri Álftnesingum kleift að leysa sinn vanda til framtíðar. Í skýrslu sinni lýsir bæjarstjórnin á Álftanesi vilja til að losa um allar eignir sem hægt er. Þær eru helstar um 395 milljóna króna bókfærð eign í Eignarhaldsfélaginu Fasteign og 65 milljóna króna eign í Lánasjóði sveitarfélaga. Einnig skuldabréf, upp á 388 milljónir að nafnvirði og eignir í löndum og byggingarlóðum, sem eru 488 milljóna króna virði, samkvæmt bókum sveitarfélagsins. Næstu skref í málefnum Álftaness eru á borði Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, sem fékk skýrslu bæjarstjórnarinnar í hendur í gær. Nefndin mun funda í dag en hún þarf að taka afstöðu til þess hvort hugmyndir bæjarstjórnarinnar um aðgerðir nægi til þess að koma sveitarfélaginu á nýjan og traustan fjárhagsgrunn. Ríkisstjórnin fylgist með málinu í gegnum Kristján L. Möller sveitarstjórnaráðherra sem er ábyrgur fyrir starfi Eftirlitsnefndarinnar. Verði um frekari stuðning ríkisins að ræða munu Kristján og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra væntanlega eiga sameiginlegt frumkvæði að honum. Í samningi Álftaness og Eftirlitsnefndarinnar er ákvæði um að sveitarstjórnin eigi strax að hefja viðræður við önnur sveitarfélög um sameiningu. Slíkar viðræður eru ekki hafnar. Pálmi Þór Másson segir að hugmyndir bæjarstjórnarinnar í skýrslunni séu forsenda þess að hægt verði að fara í sameiningarviðræður. Álftanes sé ekki í standi til þess að ganga til sameiningarviðræðna fyrr en búið er að ákveða hvernig vandi bæjarfélagsins verður leystur til frambúðar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Stórfelldar skattahækkanir, 13,5 prósenta niðurskurður í rekstri og uppsagnir embættismanna duga hvergi nærri til þess að ná tökum á hallarekstri sveitarfélagsins Álftanes þannig að það geti risið undir skuldbindingum sínum á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu bæjarstjórnar Álftaness til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) en hún var rædd á löngum bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld og samþykkt gegn atkvæðum minnihlutans. Þær aðgerðir sem þar er að finna þurfa hins vegar að fara fyrir bæjarstjórnina að nýju í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar. Að auki þarf Álftanes að skuldbreyta lánum upp á þrjá milljarða, sem fram koma í efnahagsreikningi. Helstu lánardrottnar eru Lánasjóður sveitarfélaga og Arion banki og fleiri. Á þessu ári þarf að greiða 1,1 milljarð króna af þessum lánum að óbreyttu. Heildartekjur ársins eru áætlaðar 1,3 milljarðar, að teknu tilliti til skattahækkana upp á 124 milljónir króna, sem meirihluti bæjarstjórnar hefur í hyggju að fá samþykktar. Í skýrslu bæjarstjórnarinnar er gert ráð fyrir að með skuldbreytingum megi lækka þessa greiðslubyrði um 875 milljónir króna og niður í um 292 milljónir króna í ár en byrðin verði á bilinu 259-287 milljónir á árunum 2011-2013. Loks þarf Álftanes að losna undan fjögurra milljarða króna skuldbindingum, sem ekki koma fram í efnahagsreikningi. Þær kosta að óbreyttu um 255 milljónir króna á ári næstu 28 ár. Þarna er í fyrsta lagi um að ræða samning við Búmenn sem er metinn ígildi rúmlega 926 milljóna króna. Hann kveður á um að bærinn greiði 39 milljónir króna á ári í 50 ár í leigu fyrir þjónustuhús, sem verður byggt við hlið þrjátíu leiguíbúða og taka á í notkun 2012. Í öðru lagi er samningur við byggingafyrirtækið Ris, sem metinn er á um 200 milljónir króna og felur í sér 30 ára skuldbindingu. Samkvæmt honum greiðir bærinn fimmtán milljónir á ári í leigu fyrir 1.000 fermetra þjónusturými, sem verður fullbyggt árið 2011. Þriðji samningurinn, og sá sem mest munar um, er við Eignarhaldsfélagið Fasteign vegna leigu á íþróttahúsi og sundlauginni á Álftanesi. Sú skuldbinding er metin á 2,9 milljarða króna að núvirði. Leigugreiðslurnar eru 201 milljón á ári næstu 28 ár, en lægri þetta árið vegna 28 prósenta tímabundins afsláttar frá leigusalanum. Engum þessara samninga er hægt að segja upp en þó er ákvæði í samningnum við Fasteign um að hann falli úr gildi ef sveitarfélagið þarf að leita nauðasamninga við lánardrottna sinna. Þótt fjölmörg fyrirtæki hafi valið leið nauðasamninga út úr fjárhagserfiðleikum eftir efnahagshrunið er sú leið erfið fyrir sveitarfélög. Þess vegna verður leitað allra leiða til þess að leysa sveitarfélagið með öðrum hætti undan þessum samningi. Ástæðan er sú, að sögn Pálma Þórs Mássonar bæjarstjóra, að það hefði mjög alvarleg áhrif fyrir öll sveitarfélög í landinu ef Álftanes færi í nauðasamninga. Aðrir viðmælendur blaðsins í stjórnsýslunni taka í sama streng. Nauðasamningar á Álftanesi myndu að þeirra sögn þrengja möguleika annarra sveitarfélaga á lánsfjármarkaði. Slíkt myndi hafa slæm áhrif á allar tilraunir íslenskra aðila til þess að verða gjaldgengir á erlendum fjármálamörkuðum að nýju. Þess vegna er nú horft til ríkisstjórnarinnar um að hún komi með útspil sem geri Álftnesingum kleift að leysa sinn vanda til framtíðar. Í skýrslu sinni lýsir bæjarstjórnin á Álftanesi vilja til að losa um allar eignir sem hægt er. Þær eru helstar um 395 milljóna króna bókfærð eign í Eignarhaldsfélaginu Fasteign og 65 milljóna króna eign í Lánasjóði sveitarfélaga. Einnig skuldabréf, upp á 388 milljónir að nafnvirði og eignir í löndum og byggingarlóðum, sem eru 488 milljóna króna virði, samkvæmt bókum sveitarfélagsins. Næstu skref í málefnum Álftaness eru á borði Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, sem fékk skýrslu bæjarstjórnarinnar í hendur í gær. Nefndin mun funda í dag en hún þarf að taka afstöðu til þess hvort hugmyndir bæjarstjórnarinnar um aðgerðir nægi til þess að koma sveitarfélaginu á nýjan og traustan fjárhagsgrunn. Ríkisstjórnin fylgist með málinu í gegnum Kristján L. Möller sveitarstjórnaráðherra sem er ábyrgur fyrir starfi Eftirlitsnefndarinnar. Verði um frekari stuðning ríkisins að ræða munu Kristján og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra væntanlega eiga sameiginlegt frumkvæði að honum. Í samningi Álftaness og Eftirlitsnefndarinnar er ákvæði um að sveitarstjórnin eigi strax að hefja viðræður við önnur sveitarfélög um sameiningu. Slíkar viðræður eru ekki hafnar. Pálmi Þór Másson segir að hugmyndir bæjarstjórnarinnar í skýrslunni séu forsenda þess að hægt verði að fara í sameiningarviðræður. Álftanes sé ekki í standi til þess að ganga til sameiningarviðræðna fyrr en búið er að ákveða hvernig vandi bæjarfélagsins verður leystur til frambúðar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira