Úttekt landlæknis á öryggi sögð gölluð 28. janúar 2010 06:00 Elsa B. Friðfinnsdóttir Ný úttekt landlæknisembættisins á stöðu öryggismála vegna mönnunar á Landspítalanum, sem unnin var að beiðni heilbrigðisráðherra, var að stórum hluta byggð á upplýsingum úr sjúklingaflokkunarkerfi sem hefur ekki verið uppfært í langan tíma og var aflagt í nóvember. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) gagnrýnir úttektina harðlega. „Við greiningu embættisins er notað tæki sem hefur ekki verið uppfært síðan 2004 og innleiða á nýtt matskerfi sem mælir raunverulega hvað er gert," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH. „Þetta er því mjög ófullkomið mælitæki sem þarna er byggt á. Á sama tíma hvetur heilbrigðisráðherra landlæknisembættið til að auka eftirlit vegna niðurskurðar, þegar í raun eru engin áreiðanleg mælitæki til svo að embættið geti sinnt lögbundnu eftirlitshlutverki sínu." Vegna niðurskurðar á Landspítala var upptöku nýs sjúklingaflokkunarkerfis frestað. Eins og staðan er í dag fer því engin skráning fram á Landspítala til þess að meta hjúkrunarþyngd eða þá hjúkrun sem veitt er. Sjúklingaflokkunarkerfið sem liggur til grundvallar niðurstöðu landlæknisembættisins er frá árinu 1994. Samningi á milli Landspítala og fyrirtækisins sem sá um uppfærslu kerfisins var sagt upp árið 2004 og hefur það ekki verið uppfært síðan. Vegna fyrirhugaðs flutnings á sjúklingabókhaldi á Landspítala í nýtt kerfi var sjúklingaflokkun og þar með mælingu á hjúkrunarþyngd hætt í nóvember 2009. Elsa segir að fleira veiki niðurstöðu landlæknisembættisins. „Það vita það allir að atvikaskráningin sem embættið vitnar til í úttektinni er mjög ófullkomin, en hún hefur reyndar verið það lengi. Það er því verið að bera ófullkomna mælingu við aðra ófullkomna." Atvikaskráning LSH tekur til frávika sem hjúkrunarstarfsfólk telur að geti ógnað öryggi sjúklinganna, segir Elsa. Laura Sch. Thorsteinsson, verkefnisstjóri gæða- og lýðheilsusviðs landlæknisembættisins, vildi ekki tjá sig um gagnrýni FÍH þegar eftir því var leitað. Ástæðan er að embættið vinnur nú að frekari skoðun á öryggi á LSH. - shá Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ný úttekt landlæknisembættisins á stöðu öryggismála vegna mönnunar á Landspítalanum, sem unnin var að beiðni heilbrigðisráðherra, var að stórum hluta byggð á upplýsingum úr sjúklingaflokkunarkerfi sem hefur ekki verið uppfært í langan tíma og var aflagt í nóvember. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) gagnrýnir úttektina harðlega. „Við greiningu embættisins er notað tæki sem hefur ekki verið uppfært síðan 2004 og innleiða á nýtt matskerfi sem mælir raunverulega hvað er gert," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH. „Þetta er því mjög ófullkomið mælitæki sem þarna er byggt á. Á sama tíma hvetur heilbrigðisráðherra landlæknisembættið til að auka eftirlit vegna niðurskurðar, þegar í raun eru engin áreiðanleg mælitæki til svo að embættið geti sinnt lögbundnu eftirlitshlutverki sínu." Vegna niðurskurðar á Landspítala var upptöku nýs sjúklingaflokkunarkerfis frestað. Eins og staðan er í dag fer því engin skráning fram á Landspítala til þess að meta hjúkrunarþyngd eða þá hjúkrun sem veitt er. Sjúklingaflokkunarkerfið sem liggur til grundvallar niðurstöðu landlæknisembættisins er frá árinu 1994. Samningi á milli Landspítala og fyrirtækisins sem sá um uppfærslu kerfisins var sagt upp árið 2004 og hefur það ekki verið uppfært síðan. Vegna fyrirhugaðs flutnings á sjúklingabókhaldi á Landspítala í nýtt kerfi var sjúklingaflokkun og þar með mælingu á hjúkrunarþyngd hætt í nóvember 2009. Elsa segir að fleira veiki niðurstöðu landlæknisembættisins. „Það vita það allir að atvikaskráningin sem embættið vitnar til í úttektinni er mjög ófullkomin, en hún hefur reyndar verið það lengi. Það er því verið að bera ófullkomna mælingu við aðra ófullkomna." Atvikaskráning LSH tekur til frávika sem hjúkrunarstarfsfólk telur að geti ógnað öryggi sjúklinganna, segir Elsa. Laura Sch. Thorsteinsson, verkefnisstjóri gæða- og lýðheilsusviðs landlæknisembættisins, vildi ekki tjá sig um gagnrýni FÍH þegar eftir því var leitað. Ástæðan er að embættið vinnur nú að frekari skoðun á öryggi á LSH. - shá
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira