Innlent

Skilar ekki fjárhagsupplýsingum

Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Telur að birting fjármálaupplýsinga komi setu hennar í nefnd sem á að skoða skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ekki við.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Telur að birting fjármálaupplýsinga komi setu hennar í nefnd sem á að skoða skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ekki við.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, nýr fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í þingnefnd sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hefur ekki sent Ríkisendurskoðun upplýsingar um kostnað við prófkjör sitt fyrir kosningarnar 2007.

Ragnheiður útskýrir að þar sem lög og reglur ná ekki til ársins 2006 og 2007 þá hafi hún ákveðið að skila ekki fjárhagsupplýsingum um prófkjörið. „En ef sú ákvörðun dregur setu mína í rannsóknarnefndinni eitthvað í efa þá mun ég endurskoða þessa ákvörðun. Ég held hins vegar að svo sé alls ekki.“

Ragnheiður tók á dögunum við sæti Ásbjarnar Óttarssonar í nefndinni, en Ásbjörn hætti eftir að upp komst um misferli hans í einkarekstri. Ásbjörn sagðist hætta í nefndinni til að skapa frið um störf hennar, enda væri þar unnið að því að endurreisa traust á viðskiptalífinu.

Ragnheiði ber ekki skylda til að skila þessum upplýsingum, sem Ríkisendurskoðun var falið að taka við, þar sem lög, sem sett voru í september 2009, um skil þessara upplýsinga eru ekki afturvirk. Stjórnmálaflokkarnir skuldbundu sig hins vegar til að skora á frambjóðendur sína að veita Ríkisendurskoðun þessar upplýsingar. Margir frambjóðendur hafa orðið við þeim tilmælum. - kóþ, sháAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.