Þegar þögnin ein er eftir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson skrifar 31. maí 2010 13:08 Ímyndum okkur að skyndilega kæmu á yfirborðið upplýsingar sem myndu draga í efa eitthvað af þeim röksemdarfærslum sem sérstakur saksóknari beitti fyrir sig þegar hann handtók á dögunum nokkra háttsetta bankamenn og fékk staðfest gæsluvarðhald yfir þeim. Hvað svo sem það gæti sem verið - myndband, tölvupóstur, minnisblað eða eitthvað annað. Upplýsingarnar gæfu ekkert endilega til kynna að ástæður frelsissviptinganna væru algjörlega úr lausu lofti gripnar en sýndu fram á vankanta og misræmi í því ferli sem leiddi til þeirra. Ímyndum okkur fjölmiðlaumfjöllunina í kjölfarið. Sjáum fyrir okkur leiðara stærstu fréttablaðanna. Við vitum það öll að slíkar upplýsingar myndu ekki mæta þögninni einni saman, heldur yrðu þær ræddar í þaula - ekki síst af þeim sem stýra fjölmiðla- og almannaumræðunni. Misræmi í gögnum ákæruvaldsins Fimmtudaginn 20. maí, birti Kastljós fréttaskýringu um dómsmálið gegn nímenningunum svokölluðu, sem ákærðir eru fyrir meinta árás á Alþingi í desember 2008. Kastljósið birti m.a. myndband úr eftirlitsmyndavél sem staðsett er í bak-anddyri Alþingishússins, sem sýnir þegar nímenningarnir fóru ásamt tuttugu öðrum inn í þinghúsið. Þingverðir brugðust við með því að reyna að hindra inngöngu fólks, til stympinga kom og einn þingvörður féll á ofn með þeim afleiðingum að hún meiddist á baki. Hún hefur nú krafist tæplega milljón króna skaðabóta frá einum nímenninganna. Í málsgögnunum öllum er mikið misræmi, til að mynda þegar kemur að þessu umrædda atviki. Í atvikalýsingu þeirri sem á að rökstyðja ákærurnar er fullyrt að hinn ákærði hafi ýtt með hægri hendi sinni í þingvörðinn og þannig hafi hún dottið. Í skaðabótakröfunni er því hins vegar haldið fram að hinn ákærði hafi snúið sér við og ýtt af öllu afli, með báðum höndum í þingvörðinn. Sú lýsing kemur frá þingverðinum sjálfum, eftir að lögreglumenn þeir sem stóðu að rannsókn málsins yfirheyrðu hana um miðjan janúar 2009. Myndbandið sem sýnt var í Kastljósi sýnir hins vegar að hinn ákærði notar hvorki hægri né báðar hendur, snýr sér ekki við og ýtir engum af öllu afli, heldur er hann dreginn til af öðrum þingverði svo hann lendir á fyrrnefnda þingverðinum, þeirri sem krefst skaðabóta. Fram kemur í gögnum frá lögreglunni að síðarnefndi þingvörðurinn hafi, eftir að hafa lýst atburðunum og svo séð myndbandsupptökuna, lýst yfir að hún hafi upplifað atburðinn öðruvísi en sést á myndbandinu. Lögreglumennirnir virðast þó enga ástæðu sjá til að spyrja hana nánar út í það sem var „öðruvísi" í minningunni, né heldur hvetja þeir hana til að draga málflutning sinn til baka. Þvert á móti standa orð hennar og eru notuð í skaðabótakröfunni - þó þau stangist ekki einungis á við myndbandið, heldur einnig fyrrnefnda atvikalýsingu ákærunnar. Þetta er sérstaklega athugavert í því ljósi að í upphafi yfirheyrslunnar tilkynna lögreglumennirnir þingverðinum að hún hafi stöðu vitnis í málinu og að henni beri að segja satt og rétt frá atburðum - annað geti varðað við lög. Hver eru viðbrögðin? Þetta er eitt dæmi af mörgum um upplýsingar í ákærugögnunum frá settum ríkissaksóknara í málinu, sem einfaldlega grafa undan stoðum ákærunnar sjálfrar og þeim röksemdum sem hún byggir á. Tæpt var á einhverjum af þeim upplýsingum í Kastljósþættinum þann 20. maí. Og hver eru viðbrögð annarra fjölmiðla? Hver eru viðbrögð ritstjóra Fréttablaðsins og Morgunblaðsins, sem hafa ekki hikað við að kalla okkur nímenningana ofbeldismenn og fullyrt bæði og alhæft um atvikið sem við erum kærð fyrir - á sama tíma og þeir hafa hamrað á nauðsyn þess að vel sé komið fram við fyrrnefnda handtekna bankamenn og verið tíðrætt um að það sé grunnur réttarríkisins að sakborningar séu saklausir þar til sekt er sönnuð? Viðbrögð þeirra er þögnin ein. Rétt eins og viðbrögð Láru V. Júlíusdóttur, setts saksóknara í máli okkar, og Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, við beiðni Helga Seljan um að ræða við þau við vinnslu á Kastljósþættinum. Eins og viðbrögð Egils Helgasonar, sem hingað til hefur ekki hikað við að fjalla um okkur níu sem ofbeldismenn. Eins og viðbrögð hægri vefmiðlanna AMX og T24, sem reyndar hafa lýst yfir andúð á umfjöllun Kastljóssins en ekki gefið neinar skýringar á því. Nú þegar óþægilegar upplýsingar um ákærunnar hafa komið fram - upplýsingar sem draga í efa réttmæti dómsmálsins og sýna fram á léleg og hlutdræg vinnubrögð lögreglunnar - virðist þögnin ein vera eftir. Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, listamaður og einn hinna ákærðu nímenninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að skyndilega kæmu á yfirborðið upplýsingar sem myndu draga í efa eitthvað af þeim röksemdarfærslum sem sérstakur saksóknari beitti fyrir sig þegar hann handtók á dögunum nokkra háttsetta bankamenn og fékk staðfest gæsluvarðhald yfir þeim. Hvað svo sem það gæti sem verið - myndband, tölvupóstur, minnisblað eða eitthvað annað. Upplýsingarnar gæfu ekkert endilega til kynna að ástæður frelsissviptinganna væru algjörlega úr lausu lofti gripnar en sýndu fram á vankanta og misræmi í því ferli sem leiddi til þeirra. Ímyndum okkur fjölmiðlaumfjöllunina í kjölfarið. Sjáum fyrir okkur leiðara stærstu fréttablaðanna. Við vitum það öll að slíkar upplýsingar myndu ekki mæta þögninni einni saman, heldur yrðu þær ræddar í þaula - ekki síst af þeim sem stýra fjölmiðla- og almannaumræðunni. Misræmi í gögnum ákæruvaldsins Fimmtudaginn 20. maí, birti Kastljós fréttaskýringu um dómsmálið gegn nímenningunum svokölluðu, sem ákærðir eru fyrir meinta árás á Alþingi í desember 2008. Kastljósið birti m.a. myndband úr eftirlitsmyndavél sem staðsett er í bak-anddyri Alþingishússins, sem sýnir þegar nímenningarnir fóru ásamt tuttugu öðrum inn í þinghúsið. Þingverðir brugðust við með því að reyna að hindra inngöngu fólks, til stympinga kom og einn þingvörður féll á ofn með þeim afleiðingum að hún meiddist á baki. Hún hefur nú krafist tæplega milljón króna skaðabóta frá einum nímenninganna. Í málsgögnunum öllum er mikið misræmi, til að mynda þegar kemur að þessu umrædda atviki. Í atvikalýsingu þeirri sem á að rökstyðja ákærurnar er fullyrt að hinn ákærði hafi ýtt með hægri hendi sinni í þingvörðinn og þannig hafi hún dottið. Í skaðabótakröfunni er því hins vegar haldið fram að hinn ákærði hafi snúið sér við og ýtt af öllu afli, með báðum höndum í þingvörðinn. Sú lýsing kemur frá þingverðinum sjálfum, eftir að lögreglumenn þeir sem stóðu að rannsókn málsins yfirheyrðu hana um miðjan janúar 2009. Myndbandið sem sýnt var í Kastljósi sýnir hins vegar að hinn ákærði notar hvorki hægri né báðar hendur, snýr sér ekki við og ýtir engum af öllu afli, heldur er hann dreginn til af öðrum þingverði svo hann lendir á fyrrnefnda þingverðinum, þeirri sem krefst skaðabóta. Fram kemur í gögnum frá lögreglunni að síðarnefndi þingvörðurinn hafi, eftir að hafa lýst atburðunum og svo séð myndbandsupptökuna, lýst yfir að hún hafi upplifað atburðinn öðruvísi en sést á myndbandinu. Lögreglumennirnir virðast þó enga ástæðu sjá til að spyrja hana nánar út í það sem var „öðruvísi" í minningunni, né heldur hvetja þeir hana til að draga málflutning sinn til baka. Þvert á móti standa orð hennar og eru notuð í skaðabótakröfunni - þó þau stangist ekki einungis á við myndbandið, heldur einnig fyrrnefnda atvikalýsingu ákærunnar. Þetta er sérstaklega athugavert í því ljósi að í upphafi yfirheyrslunnar tilkynna lögreglumennirnir þingverðinum að hún hafi stöðu vitnis í málinu og að henni beri að segja satt og rétt frá atburðum - annað geti varðað við lög. Hver eru viðbrögðin? Þetta er eitt dæmi af mörgum um upplýsingar í ákærugögnunum frá settum ríkissaksóknara í málinu, sem einfaldlega grafa undan stoðum ákærunnar sjálfrar og þeim röksemdum sem hún byggir á. Tæpt var á einhverjum af þeim upplýsingum í Kastljósþættinum þann 20. maí. Og hver eru viðbrögð annarra fjölmiðla? Hver eru viðbrögð ritstjóra Fréttablaðsins og Morgunblaðsins, sem hafa ekki hikað við að kalla okkur nímenningana ofbeldismenn og fullyrt bæði og alhæft um atvikið sem við erum kærð fyrir - á sama tíma og þeir hafa hamrað á nauðsyn þess að vel sé komið fram við fyrrnefnda handtekna bankamenn og verið tíðrætt um að það sé grunnur réttarríkisins að sakborningar séu saklausir þar til sekt er sönnuð? Viðbrögð þeirra er þögnin ein. Rétt eins og viðbrögð Láru V. Júlíusdóttur, setts saksóknara í máli okkar, og Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, við beiðni Helga Seljan um að ræða við þau við vinnslu á Kastljósþættinum. Eins og viðbrögð Egils Helgasonar, sem hingað til hefur ekki hikað við að fjalla um okkur níu sem ofbeldismenn. Eins og viðbrögð hægri vefmiðlanna AMX og T24, sem reyndar hafa lýst yfir andúð á umfjöllun Kastljóssins en ekki gefið neinar skýringar á því. Nú þegar óþægilegar upplýsingar um ákærunnar hafa komið fram - upplýsingar sem draga í efa réttmæti dómsmálsins og sýna fram á léleg og hlutdræg vinnubrögð lögreglunnar - virðist þögnin ein vera eftir. Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, listamaður og einn hinna ákærðu nímenninga.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun