Lífið

Katrín Brynja er ný lottóþula

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Brynja Hermannsdóttir hlakkar til að byrja í lottóinu.
Katrín Brynja Hermannsdóttir hlakkar til að byrja í lottóinu.
Katrín Brynja Hermannsdóttir er ný þula í íslenska lottóinu. Hún er Íslendingum að góðu kunn eftir að hafa unnið sem þula hjá Ríkissjónvarpinu í tíu ár, allt þar til að stöður þulanna voru lagðar niður. Katrín gerir ráð fyrir að hefja störf í lottóinu í lok október og hlakkar mikið til. Vísir ákvað að heyra í henni hljóðið í tilefni af nýja starfinu.

„Þetta er náttúrlega æðislegt að fá þetta starf,“ segir Katrín Brynja. Guðmunda Jónsdóttir stýrði sínum síðasta lottóútdrætti á dögunum en hún hafði sinnt þulustarfinu þar í rúm 20 ár. „Það er stórt skarð að fylla eftir að Guðmunda er hætt," segir Katrín.

Katrín Brynja segist aldrei hafa unnið vinning í lottó en hún spili annað slagið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.