Rafbíllinn fyndinn þar til fór að kólna 15. nóvember 2010 02:00 rafmagnsbíll Jón Gnarr borgarstjóri segir vel koma til greina að draga rafmagnsbílinn aftur fram í vor. fréttablaðið/valli „Það var rok og viðurstyggilegur kuldi. Við þurftum að labba illa klæddir og kvefaðir út í HR því miðstöðin í bílnum er svo léleg að hún hefur viðhaldið kvefinu í okkur síðustu daga," segir borgarstjórinn Jón Gnarr, sem hefur ekið um á indverskum rafmagnsbíl af gerðinni Reva í starfi sínu síðustu mánuði. Jón segist endanlega hafa gefist upp á bílnum á föstudagskvöld þegar sprakk á honum þar sem hann, ásamt Birni Blöndal aðstoðarmanni sínum, var á leiðinni í Háskóla Reykjavíkur til að vígja þar nýja skólabyggingu. „Auk þess er ekki nægilegur kraftur í bílnum til að drífa upp brekku ef stoppað er í henni, þá þarf maður að bakka niður og taka tilhlaup. Ég sé þetta ekki ganga upp í vetur," segir Jón. Hann segist hafa verið ákveðinn í að kynna vistvæna samgöngumöguleika þegar hann tók við stöðu borgarstjóra í júní síðastliðnum og ferðaðist því um á vetnisbíl sem borgin fékk að láni fyrstu tvo mánuðina í embætti, eða þar til sá bíll bilaði. „Þá fengum við þennan rafmagnsbíl sem Orkuveitan á en var ekkert að nota. Það var voðalega fyndið fyrst, þangað til fór að kólna," segir Jón. Hann býst við að keyptur verði metanbíll sem hafður verði til almennra nota fyrir ráðhúsið. „Þá get ég notað hann líka þegar ég þarf á bíl að halda, sem er reyndar ekkert mjög oft. Þessi gamli háttur, að borgarstjórinn hafi embættisbíl og bílstjóra, er dauður." Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri Northern Lights Energy sem flytur inn Reva-rafmagnsbíla, segist hafa hlegið þegar hann heyrði af umkvörtunum borgarstjórans. Þessi ákveðna gerð hafi verið flutt inn til landsins af öðrum aðilum í gegnum norska umboðsaðila, en það hefði aldrei átt að gerast. „Það voru flutt inn um fimm stykki af þessari ákveðnu gerð, sem byggir á margra ára gamalli tækni og hefur ekki sömu gerð af rafhlöðum og eru í öllum nýjustu rafmagnsbílunum. Reva hefur hins vegar hannað mjög góða bíla sem ætlunin er að markaðssetja á þessu ári. Mér þykir dálítið kjánalegt af borgarstjóra sem vill vera grænn að nýta sér svo gamla tækni, að vera á gamalli dollu sem hann kvartar svo undan," segir Sighvatur. kjartan@frettabladid.is Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Það var rok og viðurstyggilegur kuldi. Við þurftum að labba illa klæddir og kvefaðir út í HR því miðstöðin í bílnum er svo léleg að hún hefur viðhaldið kvefinu í okkur síðustu daga," segir borgarstjórinn Jón Gnarr, sem hefur ekið um á indverskum rafmagnsbíl af gerðinni Reva í starfi sínu síðustu mánuði. Jón segist endanlega hafa gefist upp á bílnum á föstudagskvöld þegar sprakk á honum þar sem hann, ásamt Birni Blöndal aðstoðarmanni sínum, var á leiðinni í Háskóla Reykjavíkur til að vígja þar nýja skólabyggingu. „Auk þess er ekki nægilegur kraftur í bílnum til að drífa upp brekku ef stoppað er í henni, þá þarf maður að bakka niður og taka tilhlaup. Ég sé þetta ekki ganga upp í vetur," segir Jón. Hann segist hafa verið ákveðinn í að kynna vistvæna samgöngumöguleika þegar hann tók við stöðu borgarstjóra í júní síðastliðnum og ferðaðist því um á vetnisbíl sem borgin fékk að láni fyrstu tvo mánuðina í embætti, eða þar til sá bíll bilaði. „Þá fengum við þennan rafmagnsbíl sem Orkuveitan á en var ekkert að nota. Það var voðalega fyndið fyrst, þangað til fór að kólna," segir Jón. Hann býst við að keyptur verði metanbíll sem hafður verði til almennra nota fyrir ráðhúsið. „Þá get ég notað hann líka þegar ég þarf á bíl að halda, sem er reyndar ekkert mjög oft. Þessi gamli háttur, að borgarstjórinn hafi embættisbíl og bílstjóra, er dauður." Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri Northern Lights Energy sem flytur inn Reva-rafmagnsbíla, segist hafa hlegið þegar hann heyrði af umkvörtunum borgarstjórans. Þessi ákveðna gerð hafi verið flutt inn til landsins af öðrum aðilum í gegnum norska umboðsaðila, en það hefði aldrei átt að gerast. „Það voru flutt inn um fimm stykki af þessari ákveðnu gerð, sem byggir á margra ára gamalli tækni og hefur ekki sömu gerð af rafhlöðum og eru í öllum nýjustu rafmagnsbílunum. Reva hefur hins vegar hannað mjög góða bíla sem ætlunin er að markaðssetja á þessu ári. Mér þykir dálítið kjánalegt af borgarstjóra sem vill vera grænn að nýta sér svo gamla tækni, að vera á gamalli dollu sem hann kvartar svo undan," segir Sighvatur. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira